fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Flutningskerfi raforku komið að þolmörkum: Orkuöryggi ekki tryggt á næsta ári

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raforkuflutningskerfið er komið að þolmörkum og á næsta ári er mögulegt að orkuöryggi sé ekki tryggt. Staðan er einfaldlega sú að eftirspurn eftir raforku er umfram framboð. Til greina kemur að leita að staðbundnum lausnum og kanna hvaða smærri virkjanakostir koma til greina bæði í vatnsafli og jarðvarma.

Þetta kom fram á málstofu Orkustofnunar, í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar. Fram kom að hægt er að framleiða allt að 70 MW af raforku úr borholum á 38 vinnslusvæðum sem í dag eru einvörðungu að hluta nýtt til húshitunar. Raforkan getur aukið rekstraröryggi hitaveitna með því að tryggja raforku til dælingar og gert húshitun óháða áföllum í flutningskerfi raforku sem meðal annars geta orðið við jarðhræringar á rekbeltinu og lamað raforkukerfi landsins til dæmis vegna hamfarahlaupa.

Aukinheldur getur nýting holanna aukið orkusjálfstæði einstakra byggðalaga sem hafa þessa orku til staðar og dregið úr þörf á raforkuflutningi til þeirra frá virkjunum inn á gosbeltinu með tilheyrandi sjónrænum áhrifum.

Á málstofunni var einnig farið yfir hagkvæmni smájarðvarmavirkjana. Fram kom að líklega muni smájarðvarmavirkjunum, sem nýta frárennsli frá hefðbundnum jarðvarmavirkjunum, fjölga á komandi árum. Hagkvæmni smájarðvarmavirkjana ræðst af verulegum hluta af raforkuverði og á Íslandi er raforkuverð lágt. Með því að virkja saman rafafl og hita eykst hagkvæmnin. Enn fremur er hagkvæmni fólgin í smájarðvarmavirkjunum, sem staðsettar eru á röskuðu svæði í byggð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ekki viss um að seðlabankar geti horft fram hjá verðhækkunum af völdum tolla