fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Rannsóknarnefnd Alþingis: Þjóðþekktir viðskiptamenn komu að fléttu Ólafs og félaga

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. mars 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Allnokkrir Íslendingar komu að málum þegar kom að sölu á hlut Búnaðarbankans til þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Þar eru margir nafntogaðir Íslendingar úr heimi viðskipta. Fram hefur komið að bankinn var aldrei fjárfestir í reynd, þó 45,8% hlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur honum í janúar 2003. Stjórnvöld voru skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.

Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, fór yfir helstu atriði málsins á blaðamannafundi nefndarinnar sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað.
Kjartan sagði að Hauck & Aufhäuser hafi aldrei verið fjárfestir í Búnaðarbankanum, þó það hafi verið látið líta þannig út. Hauck & Aufhäuser hafi ekki farið með raunverulegt eignarhald í Eglu hf. og að hópur manna hafi notað leynilega bakasamninga til að koma raunverulegu eignarhaldi Eglu hf. í aflandsfélagi. Félagið hét Welling & Partners og var stofnað af Mossack Fonseca.

Margir þekktir viðskiptamenn

Fram kom í máli Kjartans að baksamningarnir hafi verið undirbúnir í janúar 2003, í samstarfi Hauck & Aufhäuser, Kaupþings og Kaupþing í Lúxemborg. Nokkrir þekktir íslenskir viðskiptamenn komu að viðskiptunum. Þar eru nefndir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eglu, Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri sama félags, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþins á þeim tíma þegar S-hópurinn festi kaup á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Í þessum hópi voru einnig Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar í Kaupþingi hf., Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf., og Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi hf. á sama tíma, svo og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Fram kemur í skýrslunni að Bjarki Diego hafi verið sá starfsmaður Kaupþings sem helst kom að gerð baksamningana. Þá segir að Eggert J. Hilmarsson, lögfræðingur KBL, hafi ásamt Magnúsi átt umtalsverðan og virkan þátt í þessu ferli á ýmsum stigum. Mun Eggert meðal annars hafa keypt tvo félög af Mossack Fonseca í Panama. „Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf., átti einnig þátt í tölvupóstsamskiptum og ráðstöfunum innan Kaupþings hf. sem gerðar voru í tengslum við baksamningana.“

Hinir vissu ekkert

Engin gögn benda til þess að aðrir innan S-hópsins, en hópurinn samanstóð af nokkrum félögum sem átti rætur sínar í Sambandi íslenskra samvinnufélaga, hafi vitað um gerð, tilvist eða áhrif baksamninganna. „Rannsóknarnefndin telur rétt að taka fram að í gögnum hennar hefur ekkert komið fram um að aðrir einstaklingar sem voru í forsvari fyrir aðila innan S-hópsins, þ.e. þeir Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers hf., Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins, Finnur Ingólfsson, framkvæmdastjóri VÍS hf. og Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, hafi á nokkru stigi haft vitneskju um gerð, tilvist, áhrif eða síðari framkvæmd þeirra baksamninga sem hér um ræðir.“

Þá kom fram í máli Kjartans að ekkert benti til þess að ráðherrar eða aðilar innan stjórnarráðsins hafi vitað hvernig í pottinn var búið. Stjórnvöldum hafi verið sagt að Hauck & Aufhäuser væri fjárfestir. „Ítrekað var borið til baka eða vísað á bug fréttir um að Hauck & Aufhäuser væri leppur fyrir aðra aðila.“

Tölvupóstsamskipti og innanhússúpplýsingar

Skýrslan byggir á umfangsmiklum og ítarlegum gögnum. Þar á meðal eru nokkur þúsund blaðsíður af skrifuðum gögnum og tölvupóstsamskipti. Einnig liggja fyrir afrit af bankasamningum og mismundandi drögum sem gerð voru af þeim. Þá fékk nefndin aðgang að samskiptum starfsmanna franska bankans Société Générale við Ólaf og Hreiðar en bankinn var S-hópnum til ráðgjafar og hafði milligöngu um gerð og fjármögnun tilboðs hans. Þá fékk nefndin upplýsingar frá fyrrverandi meðeigenda Hauck & Aufhäuser.

Rannsóknarnefnd alþingis hittir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd núna á eftir en Brynjar Níelsson veitir þeirri nefnd forstöðu. Umræða um skýrsluna fer fram á Alþingi eftir hádegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka