fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Eyjan

HB Grandi dregur saman segl í landvinnslu

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. mars 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HB Grandi segir að afkoma á landvinnslu bolfisks hafi stórlega versnað.

Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi tilkynnir á heimasíðu sinni að það hyggist draga úr landvinnslu. Þar segir að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafi ekki verið lakari í áratugi. Því muni HB Grandi draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði.

Árið 2016 voru unnin 28 þúsund tonn af þorski, ufsa og karfa í fiskvinnslum HB Granda í Reykjavík og á Akranesi. Þar af voru keypt 4 þúsund tonn af ufsa og þorski af öðrum útgerðum og á fiskmarkaði. Útlit er fyrir tap af landvinnslu botnfisks og er félagið að bregðast við því,

segir á heimasíðu fyrirtækisins. Líklegt má telja að bolfiskvinnsla fyrirtækisins á Akranesi verði fyrir höggi af þessum sökum en hráefni til hennar hefur oft verið aflað með kaupum á fiski á mörkuðum, einkum þorski.

Fyrir helgi birti Eyjan frétt um ummæli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness. Þar sagði hann meðal annars:

Í gærkvöldi hrönnuðust upp óveðurský yfir Akranesi sem endaði með gríðarlegum þrumum og eldingum sem lýsti upp allan bæinn. Nú skal ég fúslega viðurkenna að ég óttast innilega að það séu að hrannast upp óveðurský í atvinnumálum okkar Akurnesinga og núna er bara spurning hvort það endi með þrumum og eldingum.

Vænta má þess að málin skýrist eftir því sem líður á daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða