fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Ruglingur um árásarmanninn í London

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 22. mars 2017 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullyrt var að Abu Izzadeen, 42 ára fæddur Trevor Brooks í London, hafi verið árásarmaðurinn. BBC greindi svo frá því að hann sé enn í fangelsi fyrir að fjármagna hryðjuverkasamtök.

Mikil ringulreið er í bresku pressunni í kvöld vegna árásarinnar á breska þinghúsið í dag. Fullyrt var að Abu Izzadeen múslimaklerkur og talsmaður Al Ghurabaa-samtakanna hafi verið maðurinn sem var skotinn til bana af lögreglu fyrir utan breska þinghúsið í Lundúnum í dag en samkvæmt BBC er hann enn í fangelsi. Al Ghurabaa-samtökin eru bönnuð á Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka. Breska vefritið Independent  birti frétt fyrir stundu þar sem fullyrt var að Izzadeen hafi verið árásarmaðurinn og birti vefritið myndir máli sínu til stuðnings. Eftir að BBC fyllyrti að Izzadeen sé enn bak við lás og slá hefur sú frétt verið fjarlægð.

Skjáskot af vef Independent.

Ekki kemur á óvart að Izzadeen sé bendlaður við voðaverkið. Segja má að Izzadeen sé alræmdur fyrir skoðanir sínar og hefur hann verið ófeiminn við að tjá þær í fjölmiðlum. Hann hefur talað um mikilvægi þess að drepa lögreglumenn og hvernig breskir þingmenn séu villutrúarmenn. Á YouTube-myndbandaveitunni má sjá fjölda myndskeiða með Abu Izzadeen þar sem hann er tekinn tali eða hann situr og prédikar íslam.

Síðum hans á samfélagsmiðlunum var lokað eftir fréttir Independent og Channel 4 um að hann hafi verið árásarmaðurinn. Um hríð var búið að breyta Wikipedia síðu Izzadeen þar sem greint var frá frétt Independent, því hefur svo verið breytt til baka. Enn sem komið er hafa engin hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð sinni á árásinni í London í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““