Tayyp Erdogan forseti Tyrklands gaf í dag út aðvörun til íbúa Evrópu. Það gerði hann á fundi með tyrkneskum blaðamönnum í höfuðborginni Ankara.
Orð hans féllu vegna deilna tyrkneska stjórnvalda við stjórnvöld í Hollandi og Þýskalandi um það hvort háttsettir tyrkneskir stjórnmálamenn megi halda kosningafundi fyrir tyrkneska íbúa í þessum löndum.
Í næsta mánuði fer fram þjóðaratkvæða greiðsla í Tyrklandi um það hvort breyta eigi stjórnarskránni þar þannig að forsetinn fái stórauknar valdheimildir.
Haldi Evrópa áfram á þessari vegferð sinni þá mun enginn Evrópubúi hvar sem er í heiminum geta gengið hættulaust um götur. Við skorum á Evrópu að virða mannréttindi og lýðræði,
sagði Erdogan samkvæmt frétt Reuters. Tyrklandsforseti hefur áður kallað Þjóðverja og Hollendinga „nasista og fasista.“
Í síðustu viku birti tyrkneskt dagblað, sem styður Erdogan, svo stóra tilbúna forsíðumynd af Angelu Merkel kanslara þar sem hún er íklædd einkennisbúning SS-morðsveita nasista í Þýskalandi og með skammbyssu í hönd.