fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Krónuhagkerfið kæfir sprotana

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 19. mars 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir Björgvin G. Sigurðsson:

Hagkerfi sveiflukenndrar krónu ógnar enn á ný útflutningsgreinum og vaxtasprotum samfélagsins. Tímabundið færir styrking krónunnar almenningi aukinn kaupmátt og lægra vöruverð en grefur á sama tíma undan undirstöðugreinum samfélagsins og gjaldeyrissköpun atvinnuveganna. Ágóðinn er skammgóður vermir.

Umtalsvert dýrara er að ferðast til landsins nú en fyrir nokkrum mánuðum og verulega hætta er á að það komi niður á fjölda ferðamanna til landsins og tekjur af útgerð og vinnslu sjávarafurða skreppa saman.

Kollsteypa krónunnar niður á við í lok slíkrar þróunar leiðir ávallt til aukinnar verðbólgu og snarprar hækkunar á skuldum heimila og fyrirtækja sem þurrka út ávinningin af sterkri krónu nú. Helsta stjórntæki Seðlabankans til að draga úr þenslu er hækkun vaxta sem fyrir eru með þeim hæstu í heimi. Hinsvegar er flökt örmynntarinnar slíkt að ómögulegt er að búa við það fyrir atvinnuvegina né byggja á  því neinar áætlanir til framtíðar. Tekjur minnka stórum, kostnaður vex og viðkvæmur grundvöllur nýrra greina verður að engu.

Peningastefnan og umhverfi gjaldmiðilsmála er lang stærsta úrlausnarefni íslenskra stjórnmála, sem eru hinsvegar undirlögð af þrasi um margvísleg málefni sem skipta miklu minna máli. Enn hefur enginn stjórnmálaflokkur bent á trúverðuga lausn á sveiflum gjaldmiðilsins, aðra en þá að gerast aðilar að Myntbandalagi Evrópu að undangenginni aðild að ESB. Sú stefna hefur því miður lítinn hljómgrunn nú um stundir, en spurt skal að leikslokum næst þegar krónuhagkerfið kemur harkalega við heimilin í landinu.

Vonandi verður viðsnúningur á og tekin verði ákvörðun um að ljúka umsóknarferlilnu um aðild að ESB og ganga til þjóðaratkvæðis um endanlegan samning.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra og fyrrverandi ráðherra.

Lágir viðvarandi vextir og gengisstöðugleiki þar sem verðtrygging er óþörf er umhverfi sem erfitt er að byggja upp innan minnsta myntsvæðis veraldar. Það sýnir sagan. Íslenska krónan er einungis tæki og það virkar illa og heldur niðri lífskjörum í landinu. Leiðin út úr því er hinsvegar þrúguð af þjóðernishyggju þar sem látið er sem svo að krónan og sjálfstæð mynt sé einn af grundvöllum sjálfstæðis landsins.

Reyndin er þveröfug. Óstöðug króna sem ekki er hægt  að byggja á stöðugt ástand í efnahagsmálum er viðvarandi ógn við lífið í landinu. Kalt mat á stöðu mála til framtíðar er að koma gjaldeyrismálum landsins í skjól samstarfs um gjaldmiðilsmál.

Eða skyldi það vera tilviljun að Færeyingar festi sína krónu við þá dönsku sem aftur er bundin evru, og  áður þýska markinu? Nei, það er skynsamlegt mat og niðurstaða sem tryggir stöðugleika og lága vexti.

Ávinningur þess er meðal annars sá að húsnæðislán eru til muna hagstæðari og fyrirsjáanlegri kostur en við búum við á Íslandi. Svo mjög að það munar tugum og hundruðum milljarða ár hvert í afborganabyrði fyrir heimilin í landinu.

Kostnaðurinn við krónuna  er himinhár og nú þegar krónuhagkerfið er að kæfa sprotana blasa ókostir þess við sem aldrei fyrr. Fullt afnám gjaldeyrishafta er fagnaðarefni og tækifæri til að marka nýja framtíðarsýn í peningamálum landsins.

Þegar sá sem þetta ritar mælti sem viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi til laga um gjaldeyrishöft í nóvember 2008 var markmið okkar með þeim fyrst og  fremst að verja lífskjörin í landinu fyrir frekari áföllum og ná tökum á ástandinu, þar sem verðgildi myntarinnar hafði fallið niður úr öllu og virtist þá botnlaust. Höftin voru sett á fyrirvaralaust eftir lokun markaða og lauk lagasetningunni þegar nálgaðist morgun eftir langa nótt í þinginu.

Lagasetningin mætti þá um kvöldið mikilli andstöðu en við höfðum sannfæringu fyrir því að þau væru nauðsynleg. Markmiðið tókst og höftin mörkuðu, ásamt neyðarlögum og samningi við AGS, grundvöll  endurreisnar fjármálakerfis og efnahags. Þau voru um leið birtingarmynd á ókostum örmyntar í veröld þar sem samstarf þjóða er grundvöllur hagsældar og stöðugleika.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota