fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Vextir óbreyttir

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 15. mars 2017 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Þessar fregnir koma á óvart en búist hafði verið við vaxtalækkun vegna styrkinginar krónunnar og losun hafta í gær.

Vísar Seðlabankinn til þjóðhagsreikninga Hagstofu Íslands sem sýndu hagvöxt upp á 7,2% í fyrra sem er einni prósentu meiri vöxtur en spáð var í febrúarhefti Peningamála. Frávikið frá spánni skýrist einkum af meiri þjónustuútflutningi og einkaneyslu. Vísbendingar eru um áframhaldandi kröftugan vöxt það sem af er ári. Þá fjölgar störfum hratt, atvinnuleysi er lítið og atvinnuþátttaka er orðin meiri en hún var mest á þenslutímanum fyrir fjármálakreppuna. Þrátt fyrir að innflutningur erlends vinnuafls vegi á móti fer spenna í þjóðarbúinu vaxandi.

Of snemmt að segja til um áhrifin af losun hafta

Segir Seðlabankinn að of snemmt sé að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt er að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði en skammtímahreyfingar kunna að aukast eins og sést hafa merki um síðustu daga. Seðlabankinn mun eftir sem áður draga úr skammtímagengissveiflum þegar tilefni er til.

Ör vöxtur efnahagsumsvifa og skýr merki um spennu í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald svo að tryggja megi verðstöðugleika til meðallangs tíma. Á móti kemur að heldur hefur dregið úr óvissu á vinnumarkaði. Segir Seðlabankinn að traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmiðið og hækkun gengis krónunnar hafi gert peningastefnunefnd mögulegt að ná lögboðnu markmiði um verðstöðugleika við lægra vaxtastig en ella. Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum muni svo ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti