fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Þingkosningar í Hollandi í dag: Geert Wilders sagði Múhameð spámann hafa verið barnaníðing

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. mars 2017 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá kappræðum Geert Wilders formanns hollenska Frelsisflokksins og Mark Rutte forsætisráðherra í gærkvöldi. Mynd/EPA

Hollendingar kjósa til þings í dag og bíða margir spenntir eftir niðurstöðunum en talið er að þær geti gefið vísbendingu um hver kosningaúrslitin verða í Frakklandi og Þýskalandi síðar á árinu. Í öllum þessum ríkjum eru hægrisinnaðir þjóðernissinnar í stórum hlutverkum þessa dagana í aðdraganda kosninganna.

Í Hollandi hafa augu manna aðallega beinst að þjóðernissinnanum og íslamsandstæðingnum Geert Wilder og Frelsisflokki hans. Kannanir benda til að flokkurinn muni koma vel út úr kosningunum. Ef svo fer verða það söguleg úrslit þar í landi og hið pólitíska landslag verður gjörbreytt enda verður flokkurinn kominn í sterka stöðu á þingi.

Í lokakappræðum stjórnmálaleiðtoga í sjónvarpi í gær lét Wilders þung orð falla um íslam en aðalandstæðingur hans, Mark Rutte forsætisráðherra, reyndi að leggja áherslu á reynslu sína sem leiðtogi þjóðarinnar.

Wilders sagði að íslam væri stærsta ógnin sem steðjar Hollandi.

Íslam er stærsta ógnin sem Holland stendur frammi fyrir. Þetta er spurning um tilvist. Framtíð landsins okkar er að veði. Íslam og frelsi geta ekki átt samleið.

Sagði hann og bætti við:

Múhameð var stríðsherra, barnaníðingur,

og hvatti fólk til að slá skjaldborg um hina kristnu hollensku menningu.

Mark Rutte forsætisráðherra. Mynd/EPA

Kosningabarátta í skugga deilna við Tyrki

Kosningabaráttan hefur fallið aðeins í skuggann undanfarið vegna deilna Hollands og Tyrklands í kjölfar þess að hollensk stjórnvöld neituðu tveimur tyrkneskum ráðherrum um að halda kosningafundi í Hollandi en tyrknesk stjórnvöld reyna nú að afla stuðnings við breytingar á stjórnarskrá landsins en þær munu færa forseta landsins aukin völd.

Rutte hefur verið í fararbroddi hollensku ríkisstjórnarinnar undanfarin fjögur ár en hún hefur staðið fyrir óvinsælum niðurskurði en hollenskur efnahagur er nú að taka við sér og atvinnuleysi hefur farið hratt minnkandi að sögn Sky-fréttastofunnar.

Wilders hefur reynt að sækja stuðning til óánægðra kjósenda sem segjast ekki hafa notið góðs af efnahagsbatanum.

Skoðanakannanir benda til að flokkur Rutte, VVD, sé með naumt forskot á Frelsisflokk Wilders. 28 flokkar bjóða fram og því gæti staðan orðið flókin þegar kemur að ríkisstjórnarmyndun eftir kosningar og óljóst á þessu stigi hvaða flokkur eða flokkar verða í lykilaðstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“