fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Skattframtali Donald Trump lekið til fjölmiðla: „Greiddi ekki meira í skatt en lög krefjast“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. mars 2017 05:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Mynd/EPA

Í gærkvöldi birti Hvíta húsið upplýsingar úr skattframtali Donald Trump, forseta, frá árinu 2005 en með því var verið að bregðast við því að MSNBC sjónvarpsstöðin var komin með afrit af framtalinu í hendurnar. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að það sé ljóst að fólk sé örvæntingarfullt þegar það sé reiðubúið til að brjóta lög til þess eins að birta upplýsingar úr rúmlega áratugar gömlu skattframtali.

Rachel Maddow sem stýrir þættinum Rachel Maddow Show á MSNBC tilkynnti á Twitter í gærkvöldi að hún væri með afrit af skattframtali Trump frá 2005 undir höndum og að hún myndi fjalla um það í þætti sínum í gærkvöldi. Hvíta húsið brást skjótt við og birti upplýsingar úr umræddu skattframtali. Framtalið barst rannsóknarblaðamanninum David Cay Johnston í pósti og er ekki vitað hver sendi það. Í samtali við MSNBC gaf hann í skyn að það myndi ekki koma honum á óvart ef forsetinn hefði sjálfur látið leka framtalinu til hans.

Líklegt verður að teljast að umræðan um skattamál Trump vakni til lífsins á nýjan leik í kjölfar þessa máls en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að birta ekki skattframtöl sín en venjan er sú að forsetar geri það. Í kosningabaráttunni sagði hann að hann myndi birta framtöl sín en fátt hefur orðið um efndir á því. Trump hefur meðal annars verið sakaður um að hafa eitthvað að fela í þessum málum en samstarfsmenn hans hafa haldið því fram að almenningur hafi ekki áhuga á að sjá skattframtöl hans, það séu aðeins blaðamenn sem hafi áhuga á því. Trump hefur sjálfur sagt að hann geti ekki birt framtölin því þau séu í skoðun hjá endurskoðendum en sérfræðingar hafa véfengt það.

Umrætt skattframtal sýnir að árið 2005 greiddi Trump 38 milljónir dollara í skatta til alríkisins en tekjur hans voru 150 milljónir dollara. Hann afskrifaði einnig 100 milljónir dala sem viðskiptatap en það má færa á milli ára og draga frá skattgreiðslum. Af þessum 38 milljónum dollara sem Trump greiddi í skatt voru 5,3 milljónir vegna almenns tekjuskatts en restin er aukalegur lágmarksskattur (alternative minimum tax – AMT) en Trump hefur einmitt viljað afnema þann skatt. AMT var komið á fyrir um 50 árum að sögn BBC en markmiðið var að koma í veg fyrir að ríkasta fólkið gæti notfært sér ýmsa frádrætti og glufur í skattalögum til komast hjá skattgreiðslum. Samkvæmt upplýsingunum á framtali Trump þá var skattbyrði hans um 24 prósent en það er hærri skattbyrði en hjá hinum almenna Bandaríkjamanni, sem er með miðlungstekjur, en minni en hjá þeim sem teljast til hinna tekjuhærri en hjá þeim er skattbyrðin 27,4 prósent.

Sky-fréttastofan segir að í tilkynningu frá Hvíta húsinu hafi komið fram að Trump hafi ekki greitt meiri skatta en lög hafi krafist.

Skömmu fyrir kosningarnar í nóvember birti the New York Times upplýsingar úr skattframtali Trump frá 1995 en í því kemur fram að hann hafi talið fram viðskiptatap upp á 916 milljónir dala en það hefði gert honum kleift að sleppa við allar skattgreiðslur næstu 18 árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“