fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Nýi £1 skildingurinn seldur á þúsundföldu verði

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Pearce, í dag 17, heldur hér stoltur á hönnuninni sinni. Hann var aðeins 15 ára þegar hann sendi framlag sitt í keppnina. David stefnir á atvinnuferil í hönnun á komandi árum.

Bretar koma til með að endurnýja eins punds skildinginn í þessum mánuði. Um er að ræða spánýja hönnun sem er umtalsvert öruggari en sú fyrri. Er þetta gert til að sporna við eftirlíkingum sem færst hafa í aukana. Fölsurum hefur farið mjög fram að undanförnu, en talið er að þriðjungur allra £1 skildinga síðustu ára séu eftirlíkingar – það eru tæpar 50 milljónir punda.

Gamla eins punds myntin var fyrst kynnt árið 1983 og eru nú yfir 2 milljarðar eintaka í umferð, að eftirlíkingum meðtöldum. Pundið hefur ekki verið endur-nýjað síðan þá og því kominn tími til.

Samkvæmt myntsláttu breska ríkisins, sem greint er frá á vef Independent, skal nýja myntin sett formlega í umferð hinn 28. mars næstkomandi. Stofnunin hefur verið í óðaönn við að undirbúa komu nýja pundsins inn á almennan markað, en verksmiðjur mynt-sláttunnar geta slegið allt að 4000 myntir á mínútu.

Royal Mint hefur hins vegar lýst því yfir að sérstök safnaraeintök séu þegar komin í sölu.

Þetta eru góðar fregnir fyrir ákafa safnara, sem geta tryggt sér skildinginn á undan almenningi fyrir tífalt verð. En það er bara byrjunin, þeim allra kröfuhörðustu býðst sérútgáfa af skildingnum úr skíragulli – og verðmiðinn? Settið gæti orðið þitt fyrir litlar 260.000 þúsund krónur.

15 ára strákur hannaði nýju myntina

Safnaraútgáfan inniheldur tvær myntir: nýju hönnunina við hlið þeirra gömlu, báðar úr gegnheilu gulli. Hafið samt hröð handtök – aðeins hundrað eintök verða framleidd.

Staðið var fyrir hönnunarsamkeppni um útlit nýju £1 myntarinnar og tóku ríflega 6000 manns þátt. Fyrir ári síðan fékk skólapilturinn David Pearce, frá bænum Walsall í Englandi, óvænt símtal frá þáverandi fjármálaráðherra Breta, George Osborne, þar sem honum var tilkynntur sigur í keppninni. Það er vel skiljanlegt að David hafi orðið upp með sér yfir sigrinum, enda samkeppninin mikil. Að hans eigin sögn gerði hann sér ekki svona miklar vonir og varð bæði mjög hissa og ánægður með árangurinn.

Vinningshönnunin þótti að mati dómnefndar sterkt sameiningartákn bresku þjóðarinnar. Bakhlið pundsins státar þjóðarjurtum allra hluta Bretlands. Þær eru frá vinstri (sjá mynd): enska rósin, írski blaðlaukurinn, þistillinn frá Wales og músasmárinn frá Norður-Írlandi. Jurtirnar fjórar eru sýndar skjóta kollinum upp úr konunglegri kórónu. Á framhliðinni er síðan klassísk mynd af Elizabeth II drottningu.

Nýi £1 skildingurinn mun verða heimsins öruggasta mynt í umferð. Hún er í tveimur litum líkt og evran og hefur 12 rúnaðar hliðar auk margra annarra öryggisatriða. George Osborne segir:

Þökk sé nýrrar byltingarkenndrar tækni, þróaðri í Wales, kemur nýja myntin til með að vernda efnahaginn okkar og halda aftur af eftirlíkingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“