fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Seðlabankinn kaupir 90 milljarða króna á 137,5 krónur á evru

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri.

Seðlabanki Íslands er búinn að semja við eigendur aflandskróna um kaup á 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru, en almennt gengi í dag á evru eru í kringum 114 krónur. Aflandskrónueigendum sem ekki hafa gert samkomulag við bankann verður boðið að gera sams konar samninga á næstu tveimur vikum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

Samkvæmt mati Seðlabankans námu aflandskrónueignir tæplega 200 milljarðar króna í lok febrúar, eftir að viðskiptin sem nú hafa verið tilkynnt hafa gengið í gegn mun fjárhæð aflandskrónueigna sem eftir standa nema um 100 milljörðum króna. Í dag voru gerðar breytingar á reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál en þær munu ekki hafa áhrif á heimildir aflandskrónueigenda.

Með viðskiptunum hefur hættunni á að stór hluti aflandskróna streymdi á stuttum tíma út í gegnum gjaldeyrismarkaðinn við losun fjármagnshafta verið bægt frá. Verulega hefur því dregið úr kerfislegri áhættu sem fólst í miklum aflandskrónueignum og hefði að mati Seðlabankans getað valdið óstöðugleika í gengis- og peningamálum auk fjármálaóstöðugleika,

segir í tilkynningu Seðlabankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd