fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Frumhlaup ráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. mars 2017 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Sigurður Hannesson.

Eftir Sigurð Hannesson:

Almenningur og atvinnulíf er næst i röðinni þegar kemur að losun hafta. Vogunarsjóðir eru aftastir samkvæmt áætlun um losun hafta sem kynnt var í júní 2015 og hefur skapað mikinn trúverðugleika fyrir land og þjóð. Það kom því mörgum á óvart þegar staðfest var í síðustu viku, að fjármálaráðherra hefði sent fulltrúa sína til fundar við vogunarsjóði í New York til viðræðna um næstu skref í haftalosun.

Eins og ég nefndi í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku eiga stjórnvöld ekkert vanrætt við kröfuhafana. Þeir fengu sitt tækifæri á síðasta ári og eru samkvæmt áætluninni komnir aftast í röðina. Hins vegar eru aðstæður með besta móti til að losa höftin og það er tímabært að ráðast í frekari aðgerðir gagnvart almenningi og atvinnulífi. Annað væri stefnubreyting, almenningur og atvinnulíf er sannarlega næst í röðinni við losun hafta en ekki erlendir vogunarsjóðir.

Þetta áréttaði ég á ráðstefnu í síðustu viku en hún var haldin í tilefni af útgáfu fróðlegrar og vandaðrar bókar Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um efnahagslega endurreisn Íslands. Aðspurður um þátt stjórnmálamanna í endurreisn Íslands lýsti ég þeirri skoðun minni að allir hefðu þeir unnið af heilindum og eftir bestu getu. Ráðherrann sá ástæðu til að gera þetta að umfjöllunarefni í pistli sem hann birtir á bloggsíðu þar sem hann segir mig slá ryki í augu fólks að því er virðist vegna skrifa um losun hafta.

Mér finnst leitt ef ráðherrann hefur tekið gagnrýni minni persónulega og get ég fullvissað hann um það að ég tel hann vinna af heilindum og eftir bestu getu. Ákvarðanir hans eru þó ekki hafnar yfir gagnrýni. Sér í lagi þarf að gera grein fyrir stefnubreytingu af hverju tagi sé um slíkt að ræða.

Viðbrögðin við leynifundinum í New York urðu hörð og urðu margir til þess að benda á óskynsemi þess að sveigja af leið, að því er virtist til þess eins að þjónkast eigendum aflandskróna. Það er því gott að sjá forsætisráðherra segja í viðtali nýlega enga stefnubreytingu framundan í haftamálunum. Það eru góðar fréttir, enda er mikilvægt að ekki sé gengið á traustið sem Íslendingar hafa áunnið sér í málinu á undanförnum árum með markvissri framgöngu, þar sem orð og athafnir hafa farið saman.

Það er mikilvægt að fjármálaráðherra setji hagsmuni lands og þjóðar ávallt í fyrsta sæti og standist utanaðkomandi þrýsting. Það væru kolröng skilaboð að verðlauna vogunarsjóðina sem ekki vildu fylgja leikreglunum og hleypa þeim fram fyrir gjaldeyrisröðina en láta almenning og atvinnulíf sitja eftir í höftum.

Ég trúi því ekki að nokkur stjórnmálamaður vilji standa fyrir slíku.

Höfundur er doktor í stærðfræði og framkvæmdastjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump