fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Kínverskir ferðamenn streyma til Noregs

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. mars 2017 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður í Hordaland-fylki í Noregi. Mynd/Getty

Kínverskum ferðamönnum sem leggja leið sína til Noregs fjölgar nú ört eftir að kínversk stjórnvöld hafa tekið Noreg í sátt á nýjan leik. Samskipti þjóðanna urðu mjög erfið eftir að norska Nóbelsnefndin, undir forystu Torbjörns Jagland fyrrum forsætisráðherra, ákvað haustið 2010 að kínverski mannréttindasinninn og andófsmaðurinn Liu Xiaobo skyldi frá friðarverðlaun Nóbels það ár.

Kínversk stjórnvöld brugðust hart og illa við og svöruðu með því að setja samskiptin við Noreg á ís. Nú rúmum sex árum síðar hafa samskiptin batnað á nýjan leik. Það sést ekki síst á stórauknum fjölda kínverskra ferðamanna til Noregs.

Norska dagblaðið Aftenposten fjallar um þetta í grein á vef sínum. Þar kemur fram að Kínverjar séu heillaðir af norðrinu og norðurljósunum. Ferðamenn frá Kína eru mjög eftirsóttir í Noregi því þeir þykja bæði örlátir og kurteisir.

Þeir skilja mikið af fjármunum eftir sig – reyndar mest af öllum ferðamönnum sem heimsækja Noreg,

skrifar Aftenposten.

Kínverjar geta sótt um vegabréfaáranir til Noregs á þremur norskum sendiskrifstofum í Kína. Nú um stundir er hvergi í heiminum gefinn út jafn mikill fjöldi af vegabréfaáritunum til Noregs og við þessar þrjár sendiskrifstofur sem eru í Beijing, Shanghai og Guangzhou syðst í Kína, skammt frá Hong Kong.

Norska sendiskrifstofan í Guangzhou var opnuð 2008 og gaf í fyrra út sína vegabréfsáritun númer 50 þúsund til Noregs. Tæplega 40 prósent af þessum fjölda frá 2008 varð til á síðasta ári. Það þykir segja mikið um þá nýju og skyndilegu aukningu sem Norðmenn sjá nú í ferðamannastraumnum frá Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun

Evrópumálin: Gangi Noregur inn í ESB verður Ísland líka að ganga inn – hinn kosturinn er efnahagsleg hnignun
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn