fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Eyjan

Emil í Kattholti kallaður í herinn: Svíar taka upp herskyldu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 2. mars 2017 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skriðdreki sænska hersins af Leopard-gerð. Svíar vígbúast og nú þarf fólk til að manna stríðstólin. Herskylda verður því tekin upp í dag.

Ríkisstjórn Svíþjóðar mun í dag taka þá ákvörðun að innleiða herskyldu á nýjan leik. Vararmálaráðherra Svíþjóðar segir að þetta sé gert af öryggisástæðum í ljósi þróunar alþjóðamála og vegna árásarhneigðar og ógnar frá Rússlandi.

Svíar afnámu herskyldu í landi sínu árið 2010 en hún hafði þá verið í gildi þar allar götur síðan 1901. Eftir að herskyldan var afnumin hefur sænski heraflinn reitt sig á að fólk gengi til herþjónustu af fúsum og frjálsum vilja. Nú telja sænsk stjórnvöld að meira þurfi til.

Yfirtaka Rússa á Krímskaga, rússnesk árásarhneigð í Úkraínu. Heræfingar færast í aukana í nágrenni Svíþjóðar og njósnir færast í vöxt,

segir Peter Hultqvist varnarmálaráðherra í flokki Sósíaldemókrata við sænska ríkisútvarpið. Hann bendir einnig á að óróleiki ríki í Miðausturlöndum.

Ef við ætlum að hafa fullskipaðan herafla þjálfaðan til stríðs þá verðum við að bæta herskyldu við kerfið.

Varnarmálaráðherrann segir einnig að það taki langan tíma að byggja upp herstyrk en það sé á hinn bóginn einfalt og fljótlegt að leggja hann af. Hann telur að gengið hafi verið of langt í að draga úr stríðs- og varnarmætti Svíþjóðar.

Svo er að sjá sem eining ríki meðal flestra sænskra stjórnmálaflokka um að taka upp herskyldu á nýjan leik. Þann 1. júlí næstkomandi verður hafist handa við að kalla inn 13 þúsund unga Svía til herþjónustu sem fæddust á árunum 1999 og 2000. Þetta fólk mun fá kennslu og þjálfum í að mæta hugsanlegri stríðsógn framtíðar grá fyrir járnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið

Sigmundur Davíð skrifar: Loftslagsráðherra talar út í loftið
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar með meiri kaupmátt en við!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk

Guðlaugur gerir grín að því hvað Miðflokksmenn séu gleymnir – Sigmundur gagnrýni nú í raun sín eigin verk
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?