fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur upp á 100 daga embættisafmæli: Saknar fyrra lífs

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. apríl 2017 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt líf að vera valdamesti stjórnmálamaður heims. Eitt af því fyrsta sem fýkur eftir að tekið er við starfi sem forseti Bandaríkjanna er leyfið til að aka sjálfur eigin bíl.

Það er ekki auðvelt líf að vera forseti Bandaríkjanna. Ekki einu sinni þó maður sé milljarðamæringur og þurfi kannski ekkert endilega á þessu starfi að halda. Og sem æðsti valdamaður eins helsta stórveldis heims færð þú ekki einu sinni að keyra bíl. Þetta hefur Donald Trump lært á sínum fyrstu hundrað dögum sem 45. forseti Bandaríkja Norður-Ameríku.

Enn hann hefur lært fleira. Eitt af því er að hann getur ekki alltaf fengið vilja sínum framgengt, jafnvel þó hann sé forseti.

  • Bandarískir dómstólar hafa brugðið fæti fyrir tilskipanir Trump um að banna fólki frá tilgreindum löndum múslima að koma til Bandaríkjanna vegna meintrar hryðjuverkahættu.
  • Búið er að leggja til hliðar áformin um múrinn mikla á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna sem Trump sagði að Mexíkó ætti að borga. Enginn veit hvort múrinn verði nokkurn tímann að veruleika.
  • Breytingar sem Trump hafði boðað á heilbrigðistryggingakerfi Bandaríkjanna og áttu að koma í stað hins svokallaða „Obamacare“-fyrirkomulags hafa mætt andstöðu Repúblikanaflokksins sem er flokkur forsetans.
  • Trump sagðist ætla að sjá til þess að tíu tilgreind lagafrumvörp hlytu samþykki á fyrstu 100 dögunum sem hann yrði í embætti. Engin þeirra hafa hlotið undirritun forsetans og þar með öðlast gildi.

Donald Trump hefur einnig tekið sannkallaðar U-beygjur í skoðunum sínum á ákveðnum málaflokkum. Hann olli írafári meðal bandamanna Bandaríkjanna þegar hann sagði að NATO-varnarbandalagið væri „úrelt.“ Nú segir hann að það sé „ekki úrelt.“

Hann gagnrýndi Kína harðlega og ásakaði stórveldið um að stýra gengi gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjadollar. Nýtekinn við embætti átti hann símtal við forseta Taiwans. Kínverjar voru ekki hressir með þetta. Nú eru Kínverjar hins vegar í miklu uppáhaldi hjá Trump. Eftir að Xi Jinping forseti Kína heimsótti Trump hefur Bandaríkjaforseti hrósað kollega sínum í hástert og hann segist ekki vilja gera neitt hér eftir sem muni valda vini sínum vandræðum.

https://www.reuters.tv/v/RJn/2017/04/28/exclusive-trump-says-major-conflict-with-n-korea-possible

Undanfarið hefur heimsbyggðin ekki komist hjá því að verða vitni að auknum ýfingum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Trump segir í viðtalinu við Reuters-fréttastofuna að líkur séu á miklum átökum við Norður-Kóreu. En hann sýnir á sama ákveðna hluttekningu með Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu. Kannski er það vegna þess að hann hefur sjálfur lært að það er ekki auðvelt að standa einn í forsvari fyrir heila þjóð.

Hann er 27 ára, faðir hans dó, hann tók við ríkisvöldum þannig að þú getur svo sem sagt hvað sem þú vilt en þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir mann á hans aldri,

segir Trump sem sjálfur er sjötugur og talar sjálfsagt af eigin reynslu eftir hundrað daga í embætti.

Ég elskaði lífið sem ég átti fyrrum. Það var svo margt í gangi hjá mér. Þetta er meiri vinna en var hjá mér í fyrra lífi. Ég hélt þetta yrði auðveldara,

heyrist Donald Trump meðal annars segja í viðtalinu sem Reuters-fréttastofuna birti í dag í tilefni af því að um nú eru um hundrað dagar síðan hann tók við embætti:

Breska blaðið The Guardian hefur tekið saman stutt en skemmtilegt myndband um fyrstu 100 daga forsetans. Fólk getur sjálfsagt sagt það sem það vill [eins og Trump myndi orða það], en það er þó erfitt að halda því fram að einhver lognmolla hafi ríkt í kringum þennan umdeilda forseta Bandaríkjanna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?

Orðið á götunni: Mun taktísk kosning ráða úrslitum um forystusætið?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur