fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Krónan og Elko hafa ekki áhyggjur af Costco

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 28. apríl 2017 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Sigtryggur Ari

Eigendur Krónunnar og Elko hafa ekki áhyggjur af áhrifum komu bandaríska  verslunarrisans Costco á íslenskan smásölumarkað. Í dag eru rúmar þrjár vikur þangað til Costco opnar í Kauptúni í Garðabæ og eru margir íslenskir neytendur orðnir mjög spenntir.

Miðað við fyrri dæmi úr verslunarsögu Íslands, til dæmis þegar leikfangaverslunin Toys R‘ Us opnaði árið 2007 og þegar fatabúðin Lindex opnaði árið 2011, þá má gera ráð fyrir miklum fjölda fyrstu dagana eftir opnun.

Toys R’ Us setti heimsmet í smásölu þegar verslunin opnaði á Smáratorgi 2007. Örtröð myndaðist svo í Smáralind þegar Lindex opnaði 2011. Hugsanlega verður sambærileg örtröð í Costco eftir þrjár vikur.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Hagar hf, sem eru eigendur Hagkaups hafa fest kaup á öllu hlutafé Olís til að bregðast við samkeppni frá Costco. Sama gildir um kaup Haga á Lyfju, en Costco mun opna bensínstöð og erlendis er Costco með lyfsölu og reikna má með að það verði einnig hér á landi.

Bestu verslanirnar á pari við ársvöxt í smásölu

Jón Björnsson forstjóri Festi hf., sem m.a. á Krónuna og Elko, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að menn séu að oftúlka áhrif Costco:

Menn eru að tala um mjög breyttar aðstæður með tilkomu Costco. Þetta er nú bara ein búð, þótt hún verði að vísu stór. Við höfum vitað af áformum Costco um að koma hingað í þrjú eða fjögur ár og ekki verið neitt taugaveiklaðir vegna þeirra áforma,

sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Ekki liggi fyrir á hvaða verði Costco hyggst selja vörur sínar á hér á landi, erlendis sé álagningin svipuð og hjá Krónunni og Elko sem þýði að ef Costco er með sama innkaupsverð og smávöruverslanir hér á landi eru með í dag þá ætti ekki að vera mikið vandamál að keppa við þá. Íslenski smásölumarkaðurinn velti 400 milljörðum á ári, bestu verslanir Costco erlendis velti 10 til 12 milljörðum á ári og þó verslunin í Kauptúni verði arðbærasta verslun Costco í heiminum þá yrði hlutfall þeirra á íslenskum markaði á pari við eðlilegan ársvöxt í smásölu. Jón segir að þar að auki þekki rekstraraðilar Krónunnar og Elko íslenska neytendur betur en bandaríski risinn:

Íslenskir neytendur skipta okkur miklu meira máli, heldur en þeir munu nokkurn tíma skipta Costco. Við eigum allt undir því að íslenskum neytendum geðjist að okkur. Það höfum við alltaf vitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni