fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Fjármálaráðherra: Stjórnin mun ekki hætta við hækkun VSK í ferðaþjónustu

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. apríl 2017 00:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjáskot úr Eyjuþætti vikunnar á ÍNN.

Benedikt Jóhannesson efnhags- og fjármálaráðherra var gestur hjá Birni Inga Hrafnssyni í sjónvarpsþættinum Eyjan á ÍNN í gærkvöldi.

Víða var komið við í tæplega 40 mínútna löngu viðtali. Ráðherrann fór yfir ýmis mál sem ríkisstjórnin og þá einkum ráðherrar Viðreisnar hafa unnið að fyrstu hundrað dagana síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og flokks fjármálaráðherra hafa unnið að á þessum tíma.

Benedikt taldi að fjölmargt gott hefði þegar áunnist:

Það er svo sannarlega ekki þannig að við höfum setið auðum höndum, en ég er bara feginn að fólk býst við meiru af okkur.

Eitt af því sem var rætt var fyrirhuguð aukning á prósentustigi virðisaukaskatts í ferðaþjónustu sem er ein af forsendum í nýrri fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Björn Ingi sagði að eftir að það spurðist út að fjármálaráðherra yrði gestur þáttarins hefði síminn hjá honum byrjað að hringja og tölvupóstar að berast. Það voru reiðir og áhyggjufullir ferðaþjónustuaðilar sem vildu láta heyra í sér. Björn Ingi sagði að þetta fólk héldi því fram að nú væri verið að kollvarpa grein sem hefur verið í miklum vexti og mótun en glímir nú við gífurlega styrkingu krónunnar á stuttum tíma, miklar launahækkanir og fleira. Hann bætti svo við:

Menn segja einfaldlega að verði þetta að veruleika í óbreyttri mynd þá geti það verið tilræði við ferðaþjónustuna. Og þeir segja líka: Það var ekkert samráð haft við ferðaþjónustuna um þetta mál. Þetta var bara kynnt skömmum fyrirvara og gert ráð fyrir þessu í áætluninni. Er þetta ekki rétt?

Benedikt virtist ekki gefa mikið fyrir þetta. Hann sagði að laun hefðu hækkað í öllum íslenskum atvinnugreinum. Gengið hefði styrkst en áskoranir vegna þess ættu við allar aðrar greinar í útflutningi.

Þetta eru vandamál sem allir eru að glíma við vegna þess að við erum í sama samfélagi.

Benedikt sagði að ferðaþjónustan væri búin að vera í lægra þrepi virðisaukaskatts sem væri ívilnandi fyrir greinina. Hann vildi heldur ekki kannast við að þessar breytingar væru án samráðs.

Við boðum þetta með löngum fyrirvara.

Efnahags- og fjármálaráðherra tók ákveðið öll tvímæli af um það að virðisaukaskattsprósentan í ferðaþjónustunni yrði hækkuð, þegar Björn Ingi spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að standa við þetta eða bakka með málið?

Þetta er auðvitað ákvörðun sem stendur. Menn verða að ná endum saman,

sagði Benedikt Jóhannesson.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við efnahags- og fjármálaráðherra:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?