fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Norður-Kórea bítur í skjaldarrendur: Hótar að sökkva flugmóðurskipi USA og gera kjarnorkuárás á Ástralíu

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 23. apríl 2017 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kjarnorkuknúna flugmóðurskipið Carl Vinson mun nú loks vera að nálgast Kóreuskagann ásamt tundurspillum. Á meðan skipið nálgast láta Norður-Kóreumenn sig dreyma um að senda skipið á mararbotn með snöggri og skilvirkri árás.

Engan bilbug virðist að finna á ráðamönnum í Norður-Kóreu. Nú lýsa þeir því yfir að herafli landsins sé reiðubúinn að sökkva bandaríska flugmóðurskipinu Carl Vinson.

Það mun nú samkvæmt fréttum nálgast Kóreuskagann í fylgd bandarískra og japanskra tundurspilla.

Að auki hóta Norður-Kóreumenn að gera kjarnorkuárás á Ástralíu haldi landið áfram að „fylgja stefnu Bandaríkjanna í blindni.“

Byltingarherafli okkar er stríðsklár til að sökkva bandarísku kjarnorkuflugmóðurskipi í einni atlögu,

stendur skrifað í pistli sem birtur er í dagblaðinu Rodong Sinmun málgagni kommúnistaflokks Norður-Kóreu. Blaðið líkir flugmóðurskipinu við „risaskepnu“ og segir að árás á það yrði kærkomið tækifæri til að sanna hernaðarmátt Norður-Kóreu.

Upphaflega greindu fréttir frá því að flugmóðurskipið Carl Vinson ásamt flota tundurspilla frá Bandaríkjunum og Japan yrðu við Kóreuskaga í síðustu viku. Þá fóru fram hátíðarhöld í Norður-Kóreu vegna 105 ára ártíðar Kim Il-sung stofnanda ríkisins og afa núverandi leiðtoga Kim Jong-un. Var mikið um dýrðir. Í tenglsum við fögnuðinn var óttast að stjórnvöld freistuðust til að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni til bæta stemminguna enn frekar heimafyrir og um leið velgja óvinum ríkisins undir uggum. Úr því varð þó ekki.

Síðan kom í ljós að bandarísk-japanska flotadeildin var ekki farin að Kóreuskaga en nú mun hafa verið bætt úr því. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna staðfesti í gær að skipin yrðu komin að Kóreuskaga „innan fárra daga“ án þess að tilgreina staðsetningu þeirra þó nánar.

Japönsk stjórnvöld hafa staðfest að tveir tundurspillar japanska sjóhersins hafi látið úr höfn á föstudag. Þessi skip eiga í dag að hefja æfingar með Carl Vinson og bandarískum tundurspillum „í Vestur-Kyrrahafi“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Japans.

Á þriðjudag verður aftur efnt til fagnaðar í Norður-Kóreu en þá á að halda upp á 85 ára afmæli „Alþýðuhers Kóreu.“ Sá dagur hefur áður verið notaður til að gera vopnatilraunir.

Norður-Kórea hefur varað Bandaríkin við því að gerðar verði kjarnorkuárásir við minnstu merki um tilburði til hernaðarárása á Norður-Kóreu. Þessar hótanir hafa snúist um að láta bæði Bandaríkin og bandamenn þeirra í Japan og Suður-Kóreu finna til tevatnsins.

 

Áströlum hótað kjarnorkuárás

Nú hefur Ástralía bæst í þennan hóp. Tilefnið mun vera að Julia Bishop utanríkisráðherra Ástralíu sagði í vikunni að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sé alvarleg ógn við Ástalíu nema framkvæmd hennar verði stöðvuð af alþjóðasamfélaginu.

Talsmaður í utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu hefur nú gefið Ástralíu og ekki síst utanríkisráðherranum skarpa aðvörun:

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna ásamt Julia Bishop utanríkisráðherra Ástralíu. Pence er í heimsókn í Ástralíu um helgina en þangað fór hann eftir að hafa sótt Suður-Kóreu heim. Norður-Kóreumenn eru ekki kátir yfir þessu.

Ástralski utanríkisráðherran ætti að hugsa sig tvisvar um varðandi afleiðingarnar af hennar hömlulausa kjaftagangi áður en hún sleikir sig upp við Bandaríkin. Það sem hún sagði er ófyrirgefanlegt…Ef Ástralía heldur áfram að fylgja aðgerðum Bandaríkjanna til að einangra og kúga Norður-Kóreu, og verður áfram herdeild í höndum hins bandaríska drottnara þá mun það verða sjálfsmorðsaðgerð sem fellur innan langdrægnismarka kjarnorkuárása herafla Norður-Kóreu,“

er haft eftir þessum talsmanni í frétt Australian Associated Press sem birt er m. a. á vef Guardian.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið

Birgitta segir vont að Píratar hafi orðið að „diet Samfylkingu“ en nú sé þó farið að glitta aftur í pönkið
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum

Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum að hjúkrunarheimilum