fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Sterk tengsl á milli spillingar og góðs árangurs lýðskrumsflokka í kosningum

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 15. apríl 2017 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marine Le Pen, leiðtogi Front National. Mynd: GettyImages

Gæði stofnana samfélagsins hafa ekki aðeins áhrif á þá þjónustu sem fólk fær heldur einnig hverjir sigra í kosningum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanns við Gautaborgarháskóla sýna að spilling er ein ástæða þess að lýðskrumsflokkar (popúlistaflokkar) í Evrópu hafa náð góðum árangri í nýlegum þingkosningum.

Samfélagsleg þjónusta á borð við löggæslu, heilsugæslu og menntun er oft það sem kemur fólki í mestu snertinguna við hið opinbera. Gæði þessarar þjónustu er því mjög mikilvægt þegar kemur að trausti fólks til stofnana samfélagsins og lýðræðisins í heild.

Í fréttatilkynningu frá Gautaborgarháskóla er haft eftir Mattias Agerberg, doktorsnema í stjórnmálafræði, að lítið traust á opinberum stofnunum sé eitt af helstu sérkennum stuðningsfólks lýðskrumsflokka. Agerberg framkvæmdi rannsóknina.

Þar segir jafnframt að sameiginlegt einkenni samfélaga með lélegar samfélagslegar stofnanir sé spilling sem hafi mjög neikvæð áhrif á nær allt sem viðkemur lífsgæðum fólks. Til dæmis geti fólk þurft að borga til að fá aðgang að heilsugæslu eða góðar einkunnir í skóla. Fólk geti einnig þurft að vera af tiltekinni ætt til að fá stöðu hjá hinu opinbera.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á viðtölum við 85.000 manns í 24 Evrópuríkjum. Í viðtölunum var upplifun viðmælendanna af spillingu mæld. Á grundvelli þeirra gagna sem var aflað fann Agerberg skýr tengsl á milli mikillar spillingar og vilja fólks til að kjósa lýðskrumsflokka. Þetta á til dæmis við um Front Nationa í Frakklandi og Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu en stuðningur við þessa flokka hefur aukist mikið á undanförnum árum.

Agerberg segir að lýðskrumsflokkar séu líklegri en aðrir flokkar til að gera spillingu að pólitísku viðfangsefni. Þetta sé hluti af hugmyndafræði þeirra um að þeir séu á móti hinu hefðbundna pólitíska landslagi, flokkseigendunum. Með þessu bjóði þessir flokkar, kjósendum sem glíma við spillingu daglega, pólitískan valkost sem taki þessi mál af alvöru.

Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu European Journal of Political Research.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar

Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar: Sjúkrahúsið Vogur og kosningar
Eyjan
Í gær

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?

Hver er hinn verðandi dómsmálaráðherra Trump?