Mikill glundroði og ótti ríkir nú í miðborg Stokkhólms eftir að flutningabíl var ekið inn í verslunina Åhlens i Drottninggatan. Samfélagsmiðlar hafa sýnt myndir þar sem rýkur úr versluninni.
Greint var frá því í sænskum fjölmiðlum að skothríð hefði heyrst. Norskir fjölmiðlar segja að skothríð hafi heyrst á fleiri en einum stöðum í Stokkhólmi.
Lögreglan hefur samkvæmt myndum fjölmiðla handtekið tvo menn í miðborginni. Nú hefur Stokkhólmslögreglan hins vegar greint frá því að enginn hafi verið handtekinn enn í tengslum við þetta mál.
Fjölmiðlar brugðust mjög hratt við þegar ljóst var að hryðjuverkaárás stæði sennilega yfir. Beinar útsendingar hófust á netinu og í útvarpi. Enn er margt á huldu og frekari fréttir berast stöðugt.
Ég sá minnst þrjá látna, en það eru sennilega fleiri. Hér ríkir algert öngþveiti,
sagði fréttamaður við útvarpsstöðina Ekot skömmu eftir atburðinn.
Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 14:53 að staðartíma. Nú hefur hún staðfest að minnst þrír séu látnir og átta slasaðir. Fjölmiðlar segja að fimm manns hafi týnt lífi.
moments after the Truck the rammed people struck the building in #Stockholm pic.twitter.com/6Kwjan6WtF
— Global News (@GlobalNewsIL) April 7, 2017
A truck has ploughed into pedestrians in #Stockholm, Sweden. A witness says they saw hundreds of people running for their lives. pic.twitter.com/MFbayJBrVm
— The Telegraph (@Telegraph) April 7, 2017
Fréttamaður SVT sagði að lögreglubíll færi um miðborgina með kallbúnað þar sem varað var við því að hryðjuverkaárás stæði yfir. Fréttamaður Expressen sagði að lögreglan aðvaraði fólk á vettvangi og segði því að „sleppa öllu sem það hafi í höndum og forða sér á hlaupum.“
Við gengum eftir Kungsgatan að Drottninggatan og heyrðum í vörubíl. Við gengum fram að tveimur manneskjum sem lágu á götunni. Vörubíllinn hélt áfram niður Drottninggatan,
sagði vitni sem SVT ræddi við. SVT ræddi einnig við starfsmann Åhlens i Drottninggatan. Hann sagði að vörubíll heði ekið gegnum glugga verslunarinnar eftir að hafa keyrt niður umferðarljós. Nú er staðfest að bílinn var stolinn. Svo virðist sem um sé að ræða bjórflutningabíl sem búið var að leggja fyrir utan veitingahús í Drottninggatan. Hann var tekinn traustataki, fólk á götunni keyrt niður áður en ferðinni lauk inni í Åhlens-versluninni.
Lögreglan hefur rannsakað bílinn til að ganga úr skugga um hvort búið væri að koma fyrir sprengiefnum í honum. Svo reyndist ekki vera.
Spendrups bekräftar: Lastbilen blev kapad eller stulen https://t.co/8JxznMxV4J pic.twitter.com/zSE7paQCKc
— Aftonbladet (@Aftonbladet) April 7, 2017
Expressen haefur rætt við fleiri vitni sem segja að nokkrar lífvana manneskjur liggi á götunni.
Stefan Löfven forsætisráðherra segir nú í viðtali við fjölmiðla að allt bendi til að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Verið er að loka götum inn í miðborgina. Fólki er ráðlagt að halda sig heima og reyna hvorki að fara í miðborgina né í gamla borgarhluta Stokkhólms (Gamla Stan). Þinghúsinu Riksdagen var lokað og ráðherrar fluttir á brott. Einhverjar aðrar opinberar byggingar munu einnig hafa verið rýmdar. Einnig var aðaljárnbrautastöðin í Stokkhólmi rýmd af fólki og neðanjarðarlestakerfinu lokað. Þungvopnaðir lögreglumenn eru á lestarstöðinni. Síðustu fréttir herma að sérsveitir lögreglunnar séu nú að á leið inn í járnbrautastöðina en ekki er vitað hvert verkefni þeirra er.
Í Noregi er öryggislögreglan þar í landi í viðbragðsstöðu.
Smellið hér til að sjá beina útsendingu Expressen á netinu.
Fréttin verður uppfærð.
Sjá einnig umfjöllun á Pressunni.