fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Angela Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. maí 2017 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Merkel. Mynd/Getty images

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Bandaríkin og Bretland séu ekki lengur áreiðanlegir bandamenn og að Evrópa verði að „berjast fyrir eigin hlutskipti“. Merkel segir að Evrópa verði að taka örlögin í eigin hendur þar sem bandalag vestrænna ríkja sé klofið vegna Brexit og þess að Donald Trump sé forseti Bandaríkjanna.

Merkel lét þessi orð falla á fundi, sem var haldinn í bjórtjaldi í München, í gær. Hún sagði meðal annars:

„Þeir tímar þar sem við gátum treyst algjörlega á aðra eru að renna sitt skeið á enda. Það hef ég upplifað undanfarna daga. Við Evrópubúar verðum að taka örlögin í eigin hendur.“

Hún sagði að Þýskaland og Evrópa muni reyna að eiga í góðum samskiptum við Bandaríkin og Bretland og að sérstaka áherslu þurfi að leggja á að rækta gott samband milli Þýskalands og Emmanuel Macron, nýkjörins forseta Frakklands.

Merkel var nýkomin af fundi G7-ríkjanna þegar hún fundaði í Bæjaralandi í gær. Fundi G7 lauk á laugardaginn án þess að Bandaríkin og hin ríkin næðu samkomulagi um að staðið verði við Parísarsáttmálann. Merkel sagði eftir fundinn að viðræður „sex á móti einum“ hefðu verið „erfiðar og ekki síst hefði niðurstaðan verið ófullnægjandi“.

Sky-fréttastofan segir að Trump hafi aðra sýn á málin og að hann hafi skrifað á Twitter í gær að hann væri nýkominn frá Evrópu. Árangur ferðarinnar hafi verið frábær fyrir Bandaríkin. Mikil vinna hafi skilað því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“

Oddvitinn búinn að fá nóg af tali um útlendingaandúð Íslendinga – „Jæja góði“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 5 um ESB/Evrópu: Það þarf sterka Evrópu til að tryggja öryggi og velferðar barnanna okkar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins