fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Íhuga „kröftug mótmæli“ ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. maí 2017 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Samsett mynd/DV

Formenn VR og Verkalýðsfélags Akraness íhuga að boða til kröftugra mótmæla ef Seðlabanki Íslands lækkar ekki stýrivexti verulega. Búist er við ákvörðun Seðlabankans á morgun en stýrivextirnir hafa verið í 5% það sem af er þessu ári, en þeir voru lækkaðir um 0,25% undir lok árs 2016.

Stýrivextirnir voru 5,25% fram til lok árs 2014 og fóru þeir undir 5% á tímabili 2015 en fóru svo upp í 5,75% á fyrri hluta árs í fyrra þegar þeir voru lækkaðir. Lækkunin í fyrra réðist að miklu leyti af gengisþróun krónunnar sem styrktist um heil 18% í fyrra.

Telur greiningadeild Íslandsbanka að gengi krónunnar muni einnig ráða miklu um ákvarðanir peningastefnunefndar á þessu ári og því muni styrking krónunnar í sumar leiða til lækkunnar á stýrivöxtum í haust, en spáir greiningadeildin að tilkynnt verði um óbreytta vexti á morgun.

Segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA á Fésbók að það verði gríðarlega forvitnilegt að fylgjast með hvort Seðlabankinn muni ekki tilkynna verulega lækkun stýrivaxta á morgun. Raunvextir á Íslandi séu 3% á meðan þeir eru neikvæðir í nágrannalöndunum:

Þessu vaxtaokri sem íslensk heimili, almenningur og fyrirtæki hafa þurft að þola hér um áratugaskeið verður að linna í eitt skipti fyrir öll,

segir Vilhjálmur. Hefur hann rætt við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR um hvort ekki sé full ástæða fyrir Verkalýðsfélag Akraness og VR til að boða til kröftugra mótmæla ef Seðlabankinn mun ekki lækka vexti verulega á morgun:

Þetta erum við að íhuga sterklega og bíðum því spenntir eftir að sjá hvort Seðlabankinn muni koma með veglega stýrivaxtalækkun á morgun, íslenskum heimilum og fyrirtækjum til heilla. Ef ekki, þá er ekkert annað í stöðunni en að undirbúa kröftug mótmæli þar sem þess verður krafist að Seðlabankinn eða stjórnvöld grípi inn í og sjái til þess að Íslendingum standi til boða sambærilegir vextir og bjóðast í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni