fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Verð lækkar og Íslendingar versla meira

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. maí 2017 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur sent frá sér tölur um verslun hér á landi í síðasta mánuði. Þar kemur margt forvitnilegt fram og ljóst er að efnahagsástandið hér á landi fer batnandi ef marka má aukna veltu dagvöruverslana. Fataverslun heldur þó áfram að minnka hérlendis sem rekja má að einhverjum hluta til aukinna utanlandsferða þjóðarinnar en líkt og þekkt er nýta margir tækifærið og hressa upp á fataskápinn á ferðalögum sínum erlendis.

Velta dagvöruverslana í apríl jókst um 9,3% að nafnvirði frá sama mánuði í fyrra og um 12,6% að raunvirði. Að sögn Rannsóknarsetursins má rekja stærstan hluta þessara aukningar til tímasetningar páskanna sem voru í apríl á þessu ári en mars í fyrra. Eftir að þessi munur hefur verið leiðréttur kemur í ljós að veltuaukningin á raunvirði er um 6,9% sem er nokkuð mikið.

Neytendur geta glaðst yfir því að verð hefur lækkað um 2,9% milli ára samkvæmt verðmælingum Hagstofunnar.

Fataverslanir búa ekki við sömu aukningu og dagvöruverslanir. Samkvæmt greiningu Rannsóknarsetursins hefur fataverslun minnkað en munurinn er talsverður milli verslana. Færri söludagar í apríl en í samanburðarmánuðinum í fyrra hafa einhver áhrif en einnig fækkun fataverslana. Þá ferðuðust landsmenn mikið til útlanda í apríl og kortavelta Íslending erlendis jókst umtalsvert, en sem kunnugt er fer töluverður hluti fataverslunar Íslendinga fram erlendis.

Velta í byggingavöruverslun í apríl minnkaði um 2% frá sama mánuði í fyrra. Skýringin er talin vera færri söludagar í apríl á þessu ári en í fyrra og því frekar um mánaðarsveiflu að ræða frekar en almennan samdrátt. Horft yfir veltu byggingavöruverslana síðustu sex mánaða í samanburði við sama tímabil í fyrra sýnir veltuaukningu um 11%.

Verðlækkanir í flestum vöruflokkum

Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar hefur verð í flestum vöruflokkum lækkað milli ára. Verð á sjónvörpum, hljómtækjum og öðrum slíkum raftækjum hefur lækkað um 18% frá apríl 2016 til apríl 2017 og jókst velta í sölu þeirra um 28% að raunvirði á 12 mánaða tímabili. Verð á rúmum lækkað um 8,3% og velta verslana sem sérhæfa sig í sölu á slíkum varningi um 45,4% að raunvirði á tímabilinu.

Kortavelta hér á landi

Greiðslukortavelta íslenskra heimila hér innanlands nam 62,8 milljörðum kr. í apríl og 11,9 milljörðum í útlöndum. Útlendingar keyptu hins vegar hér á landi með kortum sínum fyrir 18,2 milljarða. Munurinn á því sem Íslendingar greiddu með kortum sínum erlendis og útlendingar greiddu hér á landi nam því 6,4 milljörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni