fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Eyjan

Tölvuþrjótar stálu gögnum frá Macron og birtu rétt fyrir kosningar: Lék franska leyniþjónustan á rússneska tölvuþrjóta?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. maí 2017 07:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emanuell Macron.

Hópur rússneskra tölvuþrjóta, sem ganga undir nafninu Fancy Bear, er grunaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi forsetaframboðs Emmanuel Macron í aðdraganda frönsku forsetakosninganna. Skömmu fyrir miðnætti síðastliðinn föstudag tilkynnti Macron að gögnum hefði verið stolið úr tölvukerfi framboðs hans. Þetta var tæplega 48 klukkustundum áður en kjörstöðum í Frakklandi var lokað. Í tilkynningu frá framboði Macron kom fram að gögnunum, sem höfðu þá verið birt opinberlega, hafi verið stolið nokkrum vikum áður.

Franskir fjölmiðlar náðu að skýra frá þessu en síðan tók þögnin ein við því fjölmiðlar mega lögum samkvæmt ekki fjalla um mál sem geta haft áhrif á niðurstöður kosninga og gildir það bann deginum fyrir kosningar og þar til kjörstöðum hefur verið lokað. En ekkert getur stöðvað umræðurnar á samfélagsmiðlunum og þær voru líflegar sem og í umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla. Rætt var við fjölda tölvuöryggissérfræðinga sem sögðu fljótlega að allt benti til að Rússar hefðu komið að málinu.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Peter Kruse, sérfræðingi í netöryggi hjá CSIS Security Group, að flest bendi til að hópurinn APT 28, betur þekktur sem Fancy Bear, hafi staðið á bak við gagnastuldinn. Talið er að hópurinn starfi á vegum rússnesku leyniþjónustunnar GRU og er hann grunaður um margar tölvuárásir á Vesturlönd. Þar ber hæst árásin á bandaríska Demókrataflokkinn rétt fyrir flokksþing hans á síðasta ári.

Gögnin frá Macron voru fyrst birt á heimasíðunni 4chan en þar eru notendurnir nafnlausir og því er ekki hægt að rekja hver birtir hvað. Síðan var þeim deilt á Twitter á prófíl manns sem er þekktur fyrir að útbreiða rússneskan áróður. Hann er einnig til rannsóknar hjá FBI vegna lekans á gögnum frá Hillary Clinton í tengslum við forsetakosningarnar í haust.

Lék franska leyniþjónustan á tölvuþrjótana?

Ef rétt reynist að Rússar hafi staðið á bak við stuldinn og að markmiðið hafi verið að veikja framboð Macron þá er óhætt að segja að þeim mistókst herfilega. Macron sigraði Marine Le Pen með yfirburðum.

Þrátt fyrir að margir hafi talið að gögnin hafi innihaldið efni sem var skaðlegt fyrir framboð Macron þá hafa margir einnig velt því upp hvort franska leyniþjónustan hafi leikið á Rússana og komið fölskum upplýsingum fyrir í tölvukerfi Macron.

Þessar getgátur hafa komið fram þar sem Macron vissi af hættunni á tölvuinnbroti og að í apríl tilkynnti framboð hans að í janúar hafi verið reynt að brjótast inn í tölvukerfi þess.

Talsmenn Macron hafa ekki staðfest að fölsuðum gögnum hafi verið komið fyrir í gagnasafninu en hafa hins vegar vísað því á bug að í því hafi verið gögn sem innihéldu viðkvæmar upplýsingar sem gætu ógnað Macron.

Radio France hefur eftir Mounir Mahjoubi, yfirmanni tölvumála hjá Macron, að í stolnu gögnunum séu engin leyndarmál. Þar séu brandarar, tugir þúsunda reikninga vegna vörukaupa og mörg hundruð hugmyndir að áætlunum í tengslum við kosningabaráttuna, einfaldlega allt gögn sem tengjast hefðbundinni kosningabaráttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út