fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Eyjan

Trump fer til Sádi-Arabíu og Ísrael í fyrstu opinberu heimsókn sinni

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. maí 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Hvíta húsið hefur formlega tilkynnt um áfangastaði fyrstu heimsókna Donald Trump Bandaríkjaforseta. Það eru dyggir bandamenn Bandaríkjanna sem eru þess heiðurs verðir að fá að njóta nærveru forsetans í fyrstu opinberu heimsókn hans, Sádi-Arabía og Ísrael. Þar mun Trump ræða baráttuna gegn Íslamska ríkinu, þétta raðirnar gegn meintri ásókn Írana í áhrif í Miðausturlöndum og friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs. New York Times greinir frá.

Auk þess að sækja Sáda og Ísraela heim mun Trump stoppa við í Vatíkaninu og heilsa upp á Frans páfa. Þannig mun hann heimsækja miðstöðvar þriggja stærstu eingyðistrúarbragða í heimi í einni ferð. Geri aðrir betur.

Umburðarlyndi er hornsteinn friðar. Það er af þeim sökum sem ég er stoltur að tilkynna þessi stóru og sögulegu tíðindi þennan morguninn og deila með ykkur að mín fyrsta ferð sem forseta verður til Sádi-Arabíu, síðan Ísrael og loks Vatíkanið í Róm,

sagði Trump við athöfn í Hvíta húsinu.

Í Riyadh í Sádi-Arabíu hyggst Trump hitta leiðtoga úr Arabaheiminum og vonast hann til að nota fundinn til að „leggja grunn að réttlátari og vonríkari framtíði fyrir unga múslima í heimalöndum þeirra.“

Verk okkar er ekki að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa lífi sínu heldur að byggja upp breiðfylkingu vina og bandamanna sem deila markmiðum okkar um að berjast gegn hryðjuverkum og að gera Miðausturlönd örugg, auka tækifæri og stöðugleika,

sagði Trump enn fremur.

Það hefur vakið athygli hve heimakær Trump er. Hann hefur sýnt því lítinn áhuga að ferðast út fyrir landsteinana en á sama tíma í valdatíð Obama var hann búinn að fara þrisvar erlendis og heimsækja níu lönd. Trump hefur lagt sig fram við að stokka upp í hefðum en það hefur verið til siðs að forsetar Bandaríkjanna fari í fyrstu ferðir sínar til nágrannalandanna Kanada og Mexíkó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt

Orðið á götunni: Óli Björn getur ekki horfst í augu við raunveruleikann – vinstristjórnarsamstarfið er dýrt og sorglegt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út