fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Víðtæk tölvuárás í Úkraínu, Rússlandi og annars staðar í Evrópu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Eftir Björn Bjarnason:

Með víðtækri árás síðdegis þriðjudaginn 27. júní tókst tölvuþrjótum að lama fyrirtæki, flugvelli, banka og stjórnarskrifstofur í Úkraínu. Tölvuþrjótarnir réðust síðan á kerfi annars staðar í Evrópu meðal annars Rosneft-olíufélagið í Rússlandi og Maersk-skipafélagið í Kaupmannahöfn.

Talið er að 80 fyrirtæki í Rússlandi og Úkraínu hafi orðið fyrir barðinu á vírusnum Petja, gíslatökuforriti sem lokar tölvukerfum og hafnar óskum að þau séu opnuð að nýju nema greitt sé „lausnarfé“, oft himinhátt.

Stjórnarskrifstofur Úkraínu gátu ekki varist tölvuárásinni sem einnig var gerð á seðlabanka landsins, ríkisrekna flugvélasmiðju, flugvöllinn í Kænugarði og jarðlestakerfi borgarinnar sem lamaðist.

Þjóðaröryggisráð Úkraínu telur að sjá megi merki um aðild Rússa að árásinni.

Auglýsingafyrirtækið WPP í Bretlandi sagðist einnig hafa orðið fyrir tölvuárás og í Hollandi tilkynnti stórt skipafélag að tölvukerfi þess væri í lamasessi.

Árásin er gerð fáeinum vikum eftir að WannyCry forrit var notað til árása í meira en 150 löndum og lamaði hluta af breska heilbrigðiskerfinu.

Bandarískir og breskir sérfræðingar telja að árásina sem gerð var í maí megi rekja til Norður-Kóreu. Enn er óljóst hver stóð að baki árásinni 27. júní.

Danska skipafélagið Maersk sem hefur starfstöðvar um heim allan sagði að mörgum þeirra hefði verið lokað eftir tölvuárásina.

Birtist upphaflega á vefsíðu Varðbergs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka