fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Kortavelta erlendra ferðamanna – Ekki er allt sem sýnist

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. júní 2017 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/Getty

Kristinn H. Gunnarsson skrifar:

Rannsóknarsetur ferðaþjónustunnar birti í morgun upplýsingar um veltu erlendra ferðamanna hér á landi í maí 2017. Meginniðurstaðan er að dregið hafi verulega úr vextinum sé miðað við sama mánuði í fyrra. Aukningin var aðeins 7,1% en til samanburðar varð aukningin frá apríl 2016 til apríl 2017 heil 27,7%. Ellefu mánuðina þar á undan hefur aukningin verið frá 27,7% upp í 67,3%. Í þessu ljósi verður aukning upp á aðeins 7,1% sláandi og eðlilega stingur í augu.

En það er ekki allt sem sýnist. Það kemur líka frá í fréttabréfi Rannsóknarseturs ferðaþjónustunnar að gengi íslensku krónunnar hefur hækkað um 23% síðustu 12 mánuði sé miðað við viðskiptavog Seðlabanka Íslands. Gagnvart sterlingspundinu hefur krónan hækkað um 35% og um 20% gagnvart bandarískum dollar.

Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri Vestfjarða og fyrrverandi þingmaður.

Þetta þýðir að það er verið að bera saman ólíkar krónur. Krónan í maí 2017 er 23% verðmætari en krónan í maí 2016. Eigi að bera saman veltuna milli ára verður að bera saman jafnverðmætar krónur. Augljóslega er krónan í ár miklu verðmætari. Það er hægt að skipta henni strax yfir í erlenda mynt og þá fær innlendi þjónustuaðilinn, sem fékk krónuna sem greiðslu frá erlendum ferðamanni, að jafnaði 23% meira af erlendum gjaldeyri. Með öðrum orðum fyrirhverja krónu í maí 2017 fæst 23% meira í aðra hönd af erlendum gjaldeyri en var í maí 2016. Kaupmáttur íslensku krónunnar erlendis hefur aukist sem þessu nemur.

Að teknu tilliti til þessa verður verðmætisaukningin milli ára í maí 2017 ekki 7,1% heldur 31,7%. Frá sjónarhóli erlenda ferðamannsins er aukningin 31,7% og frá sjónarhóli innlenda þjónustuaðilans er aukningin líka 31,7% mælt í erlendum gjaldeyri. Kaupmáttur þessarra aukningar innanlands hefur aukist meira en sem nemur 7,1% en kaupmáttaraukningin verður þó ekki svo mikið sem 31,7% þar sem sumir innlendir kostnaðarliðir, einkum laun, hafa hækkað umfram verðlag.

Niðurstaðan er því sú að aukning kortaveltunnar í maí 2017 miðað við maí 2016 er ríflega 30% mælt í erlendum gjaldeyri. Þá aukingu má raungera með því að skipta krónunum í erlendan gjaldeyri. Til viðbótar hefur verðlag hækkað í íslenskum krónum. Verðlag veitingahúsa hefur hækkað um 4% og verð á pakkaferðum hefur hækkað um 3%. Því má svo ekki að lokum gleyma að tölurnar sýna áframhaldandi verulega verðmætisaukningu, ekki samdrátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump