Tveir ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni munu víkja úr embætti og munu fjórir nýjir ráðherrar koma inn í sænsku stjórnina. Stefán Löfren forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun.
Sænska stjórnin leikur nú á reiðiskjálfi eftir að það kom í ljós að Samgöngustofa Svíþjóðar hafi lekið gríðarlegu magni af persónuupplýsingum og hernaðarleyndarmálum.
Sjá frétt: Sænska ríkisstjórnin riðar til falls
Í gær lögðu leiðtogar stjórnarandstöðunnar fram vantrauststillögu á Peter Hultqvist varnarmálaráðherra, Anders Ygemann innanríkisráðherra og Önnu Johansson ráðherra innviða vegna meints aðgerðaleysis ráðherranna þriggja vegna málsins.
Löfren greindi frá því í morgun að Anders Ygemann og Anna Johansson verði vikið úr ríkisstjórninni. Búist var við að Löfren myndi tilkynna að ríkisstjórnin öll færi frá en sagði hann að það kæmi sér ekki vel að vera með stjórnarkreppu í landinu.