fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Evrópa bregst flóttafólki – Dauðsföll á Miðjarðarhafi þrefaldast frá 2015

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil aukning hefur orðið á fjölda þeirra sem látast á leið sinni frá Líbýu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og hefur fjöldinn þrefaldast frá árinu 2015. Áhersla Evrópusambandsins á að koma í veg fyrir starfsemi smyglara og brottfarir þeirra frá Líbýu til Evrópu og stuðningur við líbísku strandgæsluna, sem oft fer fram af offorsi og ofbeldi gagnvart flóttafólki, hefur mjög aukið á þá hættu sem fólk leggur á sig til að komast frá Afríku. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu mannréttindasamtakan Amnesty International, A perfect storm: The failure of European policies in the Central Mediterranean.

Í apríl 2015 var innleitt áætlun Evrópusambandsins um styrkingu leitar- og björgunaraðgerða við mitt Miðjarðarhafið og dró þá mjög úr dauðsföllum á hafi úti. Nokkur lönd Evrópu lögðu til björgunarskip til skamms tíma en nú einbeita ríkisstjórnir Evrópulanda sér að því að koma í veg fyrir starfsemi smyglara og siglingar frá Líbýu. Þetta hefur gert það verkum að flóttafólk leggur sig í enn meiri hættu en áður til að komast til Evrópu.

Þreföldun hefur verið á dauðsföllum á Miðjarðarhafinu frá seinni helmingi ársins 2015 til dagsins í dag. Dauðsföll fóru úr 0.89% á seinni helmingi árs 2015 í 2.7% árið 2017. Smyglarar hafa verið breytt aðferðum sínum og nota nú frekar báta sem ekki eru sjófærir, án alls öryggisbúnaðar, til að flytja fólk til Ítalíu. Evrópusambandið hefur ekki gripið til neinna aðgerða vegna þessa sem Amnesty gagnrýnir harðlega.

Þess í stað hefur áherslan verið lögð á styðja líbísku strandgæsluna við að koma í veg fyrir brottfarir smyglar frá landi. Að sögn Amnesty hefur framganga strandgæslunnar verið forkastanlegar og oft stefnt lífi flóttafólks í hættu. Aðilar innan gæslunnar eru sakaðir um að starfa með smyglurum og sannanir eru fyrir hendi um misbeitingu á flóttafólki. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem var birt í síðasta mánuði, kemur fram að líbíska strandgæslan hafi „beitt skotvopnum og þannig átt beinan þátt í að bátur farandfólks sökk“.

Nígerískur karlmaður sem hafði verið fastur á bát í níu klukkustundir, ásamt 140 öðrum, sagði við Amnesty International, „við lögðumst öll á bæn. Þegar ég sá ljósin [frá björgunarbátnum] hugsaði ég, gerðu það, gerðu það, ekki líbíska lögregla.“

Að sögn Amnesty fer samstarf og þjálfun á vegum Evrópusambandsins á líbísku strandgæslunni þannig fram að ekkert eftirlit sé haft með starfsemi hennar. Flóttafólki sem strandgæslan stöðvi sé snúið aftur til Líbýu, þar sem dæmi eru um að það sæti fangelsisvist og pyntingum og þeir sem festast þar eiga á hættu að verða fyrir ýmiskonar ofbeldi, nauðgunum og fleiru. Dæmi eru einnig um að fólk sé varpað í gæsluvarðhald án ástæðu og sett í nauðungarvinnu.

Amnesty International gera þá kröfu að í samningum Evrópusambandsins við líbísku strandgæsluna í framtíðinni verði gerðar kröfur um að bæta aðgerðirnar og þeir sem fremji brot á mannréttindum flóttafólks verði látnir sæta ábyrgð. Enn fremur er þess krafist að flóttamönnum sem bjargað sé á hafi úti verði komið til Evrópu þar sem öryggi þeirra er tryggt.

Þegar öllu er á botninn hvolft er eina varanlega og mannúðlega lausnin fólgin í því að bjóða upp á öruggar og lagalega leiðir fyrir flótta- og farandfólk til að ná til Evrópu,

segir John Dalhuisen framkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Amnesty International.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“