fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Listi yfir bestu löndin fyrir innflytjendur gefin út

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/EPA

Innflytjendamál eru í deiglunni um víða veröld en umræðan er ekki oft á forsendum innflytjendanna sjálfra og því er nýr listi sem vefsíðan US News and World Report hefur tekið saman um þau lönd sem taka best á móti innflytjendum góð viðbót í umræðuna. Með viðtölum við 21 þúsund innflytjendur víðsvegar um veröld og greiningu á lagaumhverfi og félagslegri þjónustu hefur verið útbúinn listi yfir 80 bestu löndin fyrir innflytjendur.

Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum eru innflytjendur um 250 milljón talsins í heiminum og eru því þrjár af hverjum 100 manneskjum innflytjendur. Þessi hópur sendi hvorki meira né minna en 582 milljarðar dollara heim til vina og ættingja árið 2015.

Flestir innflytjendur koma frá stærsta lýðræðisríki heims, Indlandi eða 15,6 milljónir samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum frá 2015. Næst á eftir er Mexíkó en þaðan voru 12,3 milljónir innflytjenda ættaðar. Rússar eru í þriðja sæti með 10,6 milljónir, Kínverjar í fjórða með 9,5 milljónir og í fimmta sæti er Bangladesh með 7,2 milljónir.

Flestir innflytjendur eru í Bandaríkjunum eða 46,6 milljónir og eru þeir 14,5% þjóðarinnar. í Þýskalandi eru innflytjendur 12 milljónir eða 14,9% heildaríbúafjölda, í Rússlandi 11,6 milljónir eða 8,1%, í Sádí-Arabíu eru þeir 10,2 milljónir eða 32,3% íbúa og í Bretlandi eru þeir 8,5 milljónir eða 13,2%.

Efst á listanum er Svíþjóð, í öðru sæti er Kanada, þriðja sæti Sviss, Ástralía í fjórða og Þýskaland í fimmta sæti. Svíþjóð er á toppnum einkum vegna sterks velferðarkerfis en innflytjendur eru um 10% af 9,8 milljónum sem þar búa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“