Nýr hryðjuverkahópur hefur gert vart við sig á Bretlandseyjum, vilja þeir að Cornwall segi skilið við Bretland og segist hópurinn hafa meðlim sem sé tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Lýðveldisher Cornwall, e. Cornish Republican Army, hefur lýst ábyrgð á eldsvoða á veitingastað Rick Stein í bænum Porthleven sem brann þann 12. júní síðastliðinn.
Á bloggsíðu lýðveldishersins, sem nú hefur verið lokað, kom fram að staðurinn hefði verið brenndur vegna reiði á Englendingum, en Stein er enskur:
Samtökin okkar stækka og nú höfum við meðlim sem er tilbúin að láta lífið í baráttunni fyrir sjálfstæðu Kernow. Hún er tilbúin að fórna sér, en aðeins ef til þess þarf að koma,
sagði á bloggsíðunni sem deilt var með breskum fjölmiðlum. Hyggjast samtökin nú beina spjótum sínum að ensku fólki sem á sumarhús í Cornwall. Nokkur gremja er meðal heimamanna vegna húsa sem sitja tóm stóran hluta ársins og hækka fasteignaverð. Vara samtökin hótel og veitingastaði við að fljúga fána Englands, í staðinn eiga staðirnir að fljúga svörtum og hvítum fána Cornwall.