fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Árás á sál Barcelóna

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

La Rambla, sál Barcelóna á Spáni.

Èric Lluent Estela skrifar:

Èric Lluent Estela.

La Rambla er sál Barcelóna. Eins og Laugavegurinn er sál Reykjavíkurborgar. Breiðgata sem tengir borgina við höfnina, táknmynd opinnar borgar. Sögulega er La Rambla gatan sem tengdi íbúa Barcelóna við umheiminn og er ástæðan fyrir því að aðkomufólk eru í genamengi borgarinnar. La Rambla varð fyrir löngu hryggjarstykki gamla bæjarins. La Rambla er tákn frelsis. Þegar ég var unglingur fór ég oft þangað, ýmis með vinum eða aleinn, þetta var staðurinn til að sjá „alvöru“ heiminn. Að labba á La Rambla er sýning í sjálfu sér. Ljóðskáld, myndlistarmenn, tónlistarmenn, ellilífeyrisþegar að tala um fótbolta, allskyns furðufuglar á vappi, og í dag, helling af ferðamönnum. Ef þú talar við heimamann í dag um La Rambla segir hann að þangað fari enginn nema ferðamenn, en einhvern veginn endar maður alltaf þar. Fyrr en síðar er La Rambla leiðin sem maður þarf að fara. Á nóttunni verður La Rambla að spegilmynd undirheimanna, líka staður fyrir forboðna ást og ógleymanlegar nætur. La Rambla er Barcelóna eins og hún er best.

Á fimmtudaginn var ég að vinna við leiðsögn á Ólafsvík þegar fékk ég símtal frá mömmu. Hún sagði:

Ekki hafa neinar áhyggjur, það er í lagi með mig. Ég ætlaði að vera þarna eins og alla fimmtudaga en í dag var ég að gera annað.

Ég spurði hvað í ósköpunum hún var að tala um.

Það var hryðjuverkaárás á La Rambla.

Frá vettvangi á La Rambla í fyrradag. Mynd/EPA

Þá stoppaði í mér hjartað. Allar minningarnar mínar frá La Rambla fóru í gegnum huga minn. Ég áttaði mig á, í fyrsta sinn, hve mikla þýðingu þessi gata hefur fyrir mig. Hversu mikið La Rambla hefur bara að gera með persónuleikann minn, hvernig ég horfi á lífið.

Skilaboð til Barcelóna á styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli í gær. Mynd/Éric

 

Frá vettvangi á La Rambla  í fyrradag. Hryðjuverkamaðurinn ók bifreið 600 metra á götu sem var full af vegfarendum. Þrettán létust, yngsta fórnarlambið var þriggja ára. Rúmlega 130 særðust. Mynd/EPA

Kannski hefur þessi „persónuleiki“ La Rambla hjálpað mörgum íbúum Barcelóna að takast á við þessa hræðilegu stund. Í fyrstu mótmælunum gegn hryðjuverkum í hjarta borgarinnar í gær, föstudag, rufu íbúarnir þögnina og kölluðu tvö einföld orð: „Enginn ótti“. Enginn ótti. Við ættum að segja þessi tvö orð á hverjum morgni þegar við horfum í spegilinn. Enginn ótti. Enginn ótti. Ég er mjög stoltur af íbúum Barcelona því eftir árásin þá hafa nær allir staðið saman gegn rasisma, fasisma og útlendingahatri. Þetta er enginn staður fyrir meira hatur. Við stöndum fyrir frelsi og virðingu. Það er sterkasta afstaðan sem við getum tekið. Frelsi og virðing. Það sem einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja grafa undan.

 

Þrettán saklausar manneskjur létust á fimmtudaginn á La Rambla, og einn í Cambrils, bæ sem er ekki langt frá Barcelóna, í annarri hryðjuverkaárás. Sum fórnarlambanna eru frá Spáni. Aðrir frá Ítalíu. Aðrir frá Þýskalandi og Belgíu. Þjóðerni skiptir engu máli, við finnum alveg jafn mikið fyrir þeirra missi eins og okkar, því spennandi blanda mismunandi þjóðerna er einmitt kjarni Barcelóna. Þau sem létust í fyrradag í borginni minni heittelskuðu verður alltaf minnst sem heimamönnum. Fórnarlömbin voru hluti af La Rambla, þau voru líka hluti af sál Barcelóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma