Vitni að því þegar einn hryðjuverkamanna fimm sem vegnir voru af lögreglu í bænum Cambrils á Spáni segir að hryðjuverkamaðurinn hafi ögrað lögreglu og verið brosandi þegar lögreglan skaut hann til bana. Þrettán létust í árásinni í Barcelóna og meira en hundrað særðust, í gærkvöldi var svo annari bifreið ekið á vegfarendur í bænum Cambrils á norðaustur Spáni, særðust sjö, þar af einn alvarlega. Í bílnum í Cambrils voru fimm menn sem voru skotnir til bana.
Fitzroy Davies var vitni af því þegar einn mannanna var skotinn til bana, hann segir í samtali við Telegraph að hann hafi setið á bar þegar tvær stúlkur hlupu inn og sögðu öllum að hlaupa. Segir hann að lögreglan hafi mætt á staðinn rúmlega hálfri mínútu eftir að hringt var á hjálp:
Maður hljóp upp götuna öskrandi eitthvað.
Pop, pop, nokkur skot og hann féll niður. Hann stóð svo upp, var ögrandi, brosandi og gekk að lögreglumönnunum. Nokkur skot í viðbót og hann féll.
Þrír hafa verið handteknir vegna árásarinnar í Barcelona, sá sem ók bifreiðinni hljóp af vettvangi og er enn ófundinn.