fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Mun námuvinnsla í Kongó standa í vegi fyrir rafbílavæðingu?

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsla á rafbílum hefur aukist á síðustu árum og er búist við gríðarlegri aukingu á komandi árum. Mynd/Getty

Námuvinnsla í Afríkulýðveldinu Kongó getur staðið í vegi fyrir framleiðslu á kraftmiklum batteríum sem eru lykillinn að langdrægnum rafbílum. Í 11 blaðsíðna skýrslu rafbílaframleiðandans Tesla til fjárfesta, sem greint er frá á vef Financial Times, er aðeins einu sinni minnst á frumefnið kóbalt, er það á lista yfir efni sem ekki er að fullu tryggt að fyrirtækið geti orðið sér úti um, listinn dugar til að upplýsa fjárfesta en það segir ekki alla söguna.

60% af öllu kóbalti í heiminum kemur frá Kongó þar sem námuvinnslan er mjög ódýr, vinnslan þar annar hins vegar ekki komandi eftirspurn vaxandi rafbílaframleiðslu.

Námuvinnsla í Kongó einkennist á mikilli fátækt verkamanna, skorti á samgöngum, spillingu og umhverfisspjöllum. Mynd/Getty

Nóg er til af kóbalti í heiminum og hægt er að vinna það úr jörðu í bæði Kanada og Ástralíu, vandinn er hins vegar sá að kóbaltið frá Kongó er svo ódýrt að það tæki langan tíma að borga sig að hefja námuvinnslu annarsstaðar. Má nefna að árið 2006 var kóbaltið úr Tenke Fungurume-námunni í suðurhluta Kongó svo ódýrt að eini hagnaður námunnar var af koparvinnslu, sem taldi aðeins um 3% af afköstum námunnar.

Rúmlega 7 til 10 ár tekur að hefja kóbaltvinnslu í nýjum námum og á meðan fjárfestar halda að sér höndum heldur það áfram að dragast. Til að draga enn frekar úr áhuga fjárfesta á nýjum kóbalt-námum er fyrirhugað að byggja nýja námu í Katanga í Kongó sem áætlað er að muni framleiða um 14 þúsund tonn af kóbalti á ári frá 2019. Það mun hins vegar ekki uppfylla áætlaða þörf rafbílaframleiðanda og því getur skortur á efninu myndað flöskuháls í framleiðslu rafbíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka