fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Vakan er frábært framtak – kerfi þar sem ungt fólk kýs ekki er ekki að virka

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. október 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem betur fer erum við ekki með kosningakerfi eins og í Bandaríkjunum sem að talsverðu leyti byggir á því að hindra að fólk nái að kjósa – vegna þess að það er ákveðnum stjórnmálaöflum í hag.

Við erum hins vegar með stirðbusalegt kerfi og það er kannski engum sérstökum að kenna, frekar að við höfum ekki pælt mikið í þessu.

Gerð er smábreyting, opnaður kjörstaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind, og þangað streymir fjöldi fólks. Eins og ég sagði í fyrri grein ættum við að opna fjölda slíkra kjörstaða.

Við ættum líka að huga að því að hægt verði að kjósa á netinu. Fyrst hægt er að tryggja öryggi einstaklinga í bankaviðskiptum á netinu ætti varla að vera mikið mál að passa upp á að netkosning fari rétt fram. Best væri sennilega blanda af netkosningu og kosningu á kjörstöðum.

Það er svo alveg fáránlegt að kjörstjórn í Reykjavík skuli beita sér gegn framtaki undir yfirskriftinni Vakan. Þetta er tilraun til að fá ungt fólk til að kjósa með því að bjóða þeim sem mæta á kjörstað og taka af sér sjálfur á tónleika þar sem spila listamenn eins og Páll Óskar, GusGus, FM Belfast og Emmsé Gauti.

Fínt framtak og skemmtilegt. En má helst ekki.

Aðalmálið er svo auðvitað að kerfi þar sem hluti kjósenda tekur ekki þátt, það er ekki að virka.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump