fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Fjöldi framboða, vandi að mynda stjórn, en hvar liggur hugmyndalegi ágreiningurinn?

Egill Helgason
Mánudaginn 9. október 2017 21:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við horfðum upp á furðulegan fjölda framboða í sjónvarpinu í gær, sumir stóðu sig vel, aðrir illa, eins og gengur. Samt ekkert sem skiptir sköpum.

En maður fékk tilfinningu fyrir því hversu erfitt getur reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það er talað um að liggi beinast við að Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar fari saman í stjórn. En hvað gerist ef flokkarnir fá ekki meirihluta á þingi – eða máski aðeins eins þingmanns meirihluta?

Þá eru ekki margir kostir í boði og varla heldur hinum megin? Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur, Framsókn, Flokkur fólksins saman? Varla að fara að gerast.

En svo er hitt sem maður fór líka að pæla í og það er hvort sé einhver hugmyndalegur ágreiningur sem réttlæti öll þessi framboð?

Mikið af þessu fólki gæti sem hægast verið í sama flokki, væri það líklega víða erlendis, og hefði kannski verið það á tímanum meðan fjórflokkurinn hélt betur. Ekki að það væri alltaf svo mikill munur á fjórflokkunum.

Það má Albaníu-Valdi samt eiga að hann hefur alltaf sína sérstöðu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma