Dánartalan eftir skotárásinni og sprengjuárásinni í Egyptalandi er komin upp í 235 manns. Líkt og greint var frá fyrr í dag átti árásin sér stað í mosku í bænum Bir al-Abed í norðvesturhluta Egyptalands. AP-fréttaveitan segir að vígamenn hafi keyrt að moskunni á fjórum jeppum, sprengt sprengju og skotið á þá sem mættir voru í föstudagsbæn með hríðskotabyssum. Minnst 130 eru særðir.
Árásin í dag er sú mannskæðasta á Sínaí-skaganum síðan egypski herinn hóf baráttu sína við öfgafulla íslamista á svæðinu árið 2013.
Sagt er að þeir sem voru í moskunni hafi aðhyllst súfisma, sem er einskonar íslömsk dulspeki, en hryðjuverkasamtök á borð við ISIS líta á súfista sem villutrúarmenn. Enginn hefur lýst árásinni af hendur sér enn en spjótin beinast að öfgamönnum með tengsl við ISIS.