Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og framkvæmdastýra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir að hún hafi verið áreitt kynferðislega. Sagði hún í viðtali í þættinum Skavlan, sem sýndur verður í kvöld, að atvikið hafi átt sér stað þegar hún var í læknanámi á sjöunda áratug síðustu aldar, þá hafi giftur læknir sem var 10 árum eldri en hún áreitt hana á rannsóknarstofu. Mun hann hafa kitlað hana bak við eyrun og aftan á hálsinum:
Ég hreyfði mig ekki, sat bara frosin og hélt áfram að rannsaka þvagsýnin. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri ekki að ná tilætluðum árangri þá gekk hann út,
sagði Brundtland. Ótal konur víða um heim, þar á meðal hér á landi, hafa stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni.