Minnst 85 liggja í valnum og 80 særðust eftir öfluga sprengingu og skotárás í mosku í norðurhluta Sínaískaga í Egyptalandi. Samkvæmt fjölmiðlum í Egyptalandi átti atvikið sér stað í bænum Bir al-Abed þegar föstudagsbæn stóð yfir. Árásarmennirnir munu hafa komið að moskunni á fjórum jeppum, sprengt sprengju inni í moskunni og skotið með hríðskotabyssum á fólkið.
Ekki er vitað hverjir stóðu að þessu voðaverki en egypsk stjórnvöld hafa undanfarið glímt við uppgang öfgafullra íslamista, sem hafa tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS, á svæðinu.