fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Eyjan

Ríkasta prósentið á nú helming auðæfa heimsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu svissneska fjármálarisans Credit Suisse, á ríkasta eitt prósent milljarðamæringa á jörðinni samtals helming allra auðæfa heimsins. Bilið milli hinna ofurríku og allra hinna eykst því enn frekar.

Árið 2008 átti ríkasta prósentið samtals 42,5% alls auðsins í heiminum, en árið 2017 er hlutfallið 50,1% samkvæmt skýrslu Credit Suisse.

 

 

Á síðasta ári bættust 2,3 milljónir manna við lista hinna vellauðugu, sem nú telur samtals 36 milljónir milljarðamæringa. Þessi hópur hinna ofurríku er gjarnan nefndur „eittprósentið“ þar sem þeir eru um það bil eitt prósent af íbúafjölda jarðarinnar, eða nánar tiltekið 0,7%

Þeir sem eru á hinum enda kvarðans og teljast til fátækra, eru um 3,5 milljarðar manna, en þeir eiga að meðaltali eignir upp á um hundrað þúsund íslenskar krónur hver, eða minna. Þessi hópur er samtals 70% jarðarbúa á vinnumarkaði og skipta milli sín 2.7% af öllum auðæfum heimsins. Flestir hinna fátæku búa í þróunarlöndunum. Samtals 90% fátækra búa annaðhvort í Afríku eða á Indlandi.

 

Frá árinu 2000 hafa 23,9 milljónir manna orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða milljarðamæringar. Þar af 7,9 milljónir innan Evrópu. Um 40% milljarðamæringa heimsins búa í Bandaríkjunum, 7% í Japan og 6% í Bretlandi.

Heimild: The Guardian

Að lokum má minna á að potturinn stefnir í 4,3 milljarða í Víkingalottóinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða