fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Eyjan

Trump kallar eftir stuðningi Kína við kjarnorkuógn Norður-Kóreu

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti er staddur í Kína þar sem hann ávarpaði almenning og fjölmiðlamenn, ásamt Xi Jinping, forseta Kína í nótt. Hann hvatti Jinping til að bregðast „hratt og örugglega“ við til að eyða kjarnorkuógninni sem stafar af einræðisríkinu.

Þá sparaði Trump ekki stóru orðin um kínverska kollega sinn og mærði hann fyrir hlýjar móttökur og þakkaði sérstaklega fyrir stuðning hans við að berjast gegn kjarnorkuvæðingu Kim Jong-Un.

 

„En tíminn er að renna út. Við verðum að bregðast hratt við og vonandi mun Kína bregðast enn hraðar
og betur við vandamálinu en nokkur annar,“ sagði Trump. „Kína getur lagað þetta vandamál auðveldlega og hratt og ég skora  á hinn mikla forseta ykkar að vinna mjög hart að þessu,“ bætti Trump við.

Trump er í 12 daga opinberri heimsókn um Asíu og næsti viðkomustaður hans er Víetnam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða