fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn kann alveg að telja

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gert grín að Framsóknarmönnum fyrir að kunna ekki að telja. Ágætlega fyndið í sjálfu sér, en skýringanna á slitum stjórnarmyndunarviðræðna er tæplega að leita þar. Sennilegra er eftirfarandi:

Vinstri græn, Framsókn, Píratar og Samfylking voru búin að sammælast um það fyrir kosningar að fara í stjórnarmyndunarviðræður að þeim loknum. En þegar talið var upp úr kjörkössunum var meirihluti þessara flokka minni en horfur voru á um tíma. Aðeins einn þingmaður.

Það var farið í viðræðurnar eins og hafði verið áformað – en líkurnar á því að úr þessu yrði stjórn voru ekki miklar. Það er talað um að Pírötum sé ekki treyst og yfirlýsingar Björns Leví Gunnarssonar nefndar í því sambandi. Það hefur þó líklega frekar áhrif hvernig Píratar taka ákvarðanir innan sinna raða, með miklu samráði við grasrótina í flokknum. Þetta er býsna framandlegt fyrir hina flokkana sem eru miklu meira gamaldags.

Kannski er aðferð Píratanna betri og lýðræðislegri – en svona starfar Framsóknarflokkurinn örugglega ekki þegar hann kemst í ríkisstjórn.

Annars skrifar prófessor Ólafur Þ. Harðarsson mjög forvitnilega greiningu á Facebook þar sem hann fer yfir stöðu mála. Ég leyfi mér að birta hana í heild sinni:

Sumir segja að foringi stærsta flokks eigi að fá umboð – eða þá flokkur sem vann mest á. 2013 notaði ÓRG seinni viðmiðun: Sigmundur hafði unnið mest á í kosningum og fékk umboð frekar en Bjarni, þó D væri stærri en B. En hvorugur hefur þá væntanleg bent á hinn – og þar með gefið ÓRG frítt spil. Þingflokkar geta ráðið því hver verður forsætisráðherra og stjórn hvaða flokka.

En helsta og fyrsta viðmið forseta er að veita þeim foringja umboð sem líklegastur er til að geta myndað starfhæfa ríkisstjórn. Bendi foringjar flokka með þingmeirihluta á sama formann hlýtur forseti að sinna því.

Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri sjórn 1978 þegar hann hafði mun færri þingmenn en A-flokkarnir í stjórninni.

Stefán Jóhann myndaði Stefaníu 1947-9. A var samt minni en D og B. A var aukaflokkkur í Stefaníu – sem var eina oversized samsteypa lýðveldistíma finnish style. D og B gátu sennilega ekki verið einir í stjórn vegna „eiðrofsmálsins“.

Staðan núna:

1. Fyrsti kostur Katrínar: V+S+P+B=32. Líka góður kostur segja S og P. Góðar umræður, lítill ágreiningur, mikið traust milli flokka, segja allir talsmenn flokkanna. B sleit á forsendu um að 32 væri of knappur meirihluti.

2. Er það misminni að Sigurður Ingi hafi nefnt möguleika á sex flokka stjórn (væntanlega allra nema D og M)? Þetta væri over-sized coalition finnish style með tvö „aukaflokka“ og hefði 40 þingmenn. Slík stjórn héldi meirihluta (og þar með stöðugleika) þó Viðreisn og Flokkur fólksins færu úr stjórn í einu. Hún héldi líka meirihluta þó Píratar, Framsókn eða Samfylking (einn þessara flokka) kysu að ganga úr skaptinu. Hafði Katrín efasemdir um þetta róttæka mynstur?

3. Samfylking vildi bæta Viðreisn við V+S+P+B og fá þannig aukinn meirihluta og aukaflokk, segir Logi. Framsóknarflokkurinn og máski VG vildu það kannski ekki á þessu stigi.

4. Sumir í D og B virðast helst vilja D+B+V=35. Margir Sjálfstæðismenn hér á Facebook lýsa sig mótfallna slíku mynstri. VG virðast ólíkleg til að hoppa á þann vagn. Andstaða við D hefur aukist. Staðan virðist allt önnur en 2007, þegar Geir Haarde gat valið milli tveggja „sætustu stelpnanna á ballinu“ – Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms … 🙂 Við núverandi aðstæður virðist snúið fyrir VG að fara í svona stjórn – og skilja Samfylkingu eftir í stjórnarandstöðu.

5. Telji VG og S nauðsynlegt að fara í stjórn með D er D+V+S+C=38 kannski skárri fyrir þessa vinstri flokka en D+B+V.

6. Merkilegustu tíðindi dagsins eru þau ummæli Sigurðar Inga að hann hafi lítinn hug á D+B+M+F=35. Sé þetta meining en ekki bara taktík er það mikil breyting á stjórnarmyndunar-leiknum.
Þekkt er óvild milli Sigurðar Inga og SDG. En hún er ekki eini þröskuldur samstarfs B og M. SDG hefur lýst því hvernig „flokkkseigenda-félagið“ hafi alltaf unnið gegn sér.

„Flokkseigendur“ eru væntanlega ýmsir fyrrum formennn, ráðherrar, þingmenn – og flokksmenn til áratuga. Nú hefur þeim hlutfallslega fjölgað við brotthlaup SDG-manna. Og flokkurinnn kannski færst aftur til vinstri. Niðurstaða: Samstarf B og M gæti orðið flókið.

Sumir Framsóknarmenn vonast eftir sameiningu B og M. Þá er auðvitað skynsamlegt að vera samskipa í stjórn eða stjórnarandstöðu.

7. Nokkrar aðrar sviðsmyndir eru vel mögulegar. Skandinavísk minnihlutastjórn virðist þó ekki í kortum í bili…

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“