fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ísland veitir 75 milljónum í mannúðaraðstoð

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 22. desember 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 75 milljónum króna til mannúðaraðstoðar á þremur neyðarsvæðum. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fær 30 milljónir til mannúðaraðstoðar í Jemen, Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) fær 30 milljónir til mannúðaraðstoðar í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó (DRC) og neyðarsjóður Samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) fær 15,5 milljónir króna vegna Palestínu.

 

Fram hefur komið í fréttum að Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir hæstu upphæð í sögunni til neyðaraðstoðar í heiminum á næsta ári, eða rúmlega 22 milljörðum bandarískra dala. Þær hvetja þjóðir heims til að leggja fram fjármuni til að veita þeim verst stöddu aðstoð, um 90 milljónum manna. Þörfin snýr einkum að versnandi ástandi í nokkrum Afríkuríkjum og Miðausturlöndum í tengslum við aukin átök og afleiðingar þeirra.

Gífurleg neyð ríkir í Jemen þar sem átök, vannæring og kólera ógna lífi rúmlega 20 milljóna manna. Neyðarástand ríkir einnig í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó og þar hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð og vernd aukist hratt á síðustu misserum. Palestínskir flóttamenn búa áfram við ótta og óvissu hálfri öld eftir hernám Ísraels og níu af hverjum tíu íbúum Gaza hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð að mati Sameinuðu þjóðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“