fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Viðurkenning Trump á Jerúsalem ógnar heimsfriðinum – Allt brjálað fyrir botni Miðjarðahafs

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. desember 2017 23:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Stjórnmálaskýrendur um heim allan spá nú að styrjöld brjótist út eftir að Donald Trump tók sig til og viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í gær. Hafa leiðtogar Palestínu til dæmis lýst gjörðum Trump sem „kossi dauðans“ og byrjunina á „endalausu trúarstríði.“ Þá sagði Ismail Radwan, fulltrúi Hamas, að Trump hefði opnað „dyr helvítis“. Þá hafa kröftug mótmæli brotist út í Gaza og víðar og hópar palestínumanna eru sagðir skipuleggja verkfall á svæðinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur einnig ákveðið að funda á föstudag vegna málsins.

 

Sendiráð Bandaríkjanna í Tel Aviv verður flutt til Jerúsalem í kjölfar ákvörðunarinnar og verður þá eina sendiráðið þar í borg en leiðtogar í Evrópu hafa keppst við að gagnrýna ákvörðun Trump og meira að segja Páfinn hefur lagst gegn ákvörðuninni, sem er sögð eyðileggja allar friðarviðræður á svæðinu. Talsmaður Jórdaníu fullyrti að ákvörðunin bryti í bága við alþjóðalög og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, en framkvæmdarstjóri SÞ gagnrýndi Trump einnig, þó hann vísaði ekki í alþjóðlög. Spá margir að stríð geti brotist út á svæðinu, svo eldfimt er ástandið.

Samband Bandaríkjanna við Ísrael nær langt aftur og virðast bönd landanna svo sterk, að fræðimenn vita gjarnan ekki hvort ríkið heldur um tauminn. Ísrael hefur lengi verið talið eina ríkið fyrir botni Miðjarðahafs sem hefur að ráða yfir kjarnorkuvopnum, sem útskýrir að einhverju leyti sterka stöðu ríkisins á svæðinu, þrátt fyrir smæð sína. Sú staða er nú í uppnámi, ef marka má viðbrögðin. Ljóst er að Trump hefur með þessu málað risastórt skotmark á Bandaríkin sem var nú nokkuð stórt fyrir, en einnig á Ísrael, sem á næga óvini á svæðinu, þar með talið Íran, sem forverar Trump í forsetastóli hafa sakað um að ráða yfir kjarnorkuvopnum.

Jerúsalem hefur alla tíð verið eitt helsta bitbein gyðinga, múslima og kristinna manna á svæðinu þar sem allir gera jafnt tilkall til hennar sem hinnar heilögu borgar. Ísraelar hernámu  austurhluta borgarinnar í Sex daga stríðinu 1967, en þar búa um 300.000 palestínumenn.  Alþjóðasamfélagið hefur hinsvegar ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsmanna, þar sem hún skiptist í þrennt þegar kemur að trúarbrögðum. Því kemur  það lítið á óvart að eini þjóðarleiðtoginn sem fagnaði ákvörðun Trump er Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem sagði ákvörðunina sögulega, réttláta og hugrakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“