fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

„Það fyrsta sem sveitarstjórnarframbjóðandi fær að vita er að hann skal ekki segja neitt sem ógnar þessu kerfi“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Pétursson.

„Það gengur ekki að hafa skólakerfi sem hægt og rólega blæðir út vegna þess að fólk hrökklast úr starfi og snýr ekki til baka. Laun og starfsaðstæður eru ástæða þess að rúmur helmingur menntaðra grunnskólakennara starfa ekki við grunnskólakennslu. Það sem er óhugnanlegt er að þeir telja afar ólíklegt að þeir snúi aftur,“ segir Ragnar Þór Pétursson, sem tekur á næstu dögum við sem formaður Kennarasambandsins, í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 í morgun.

Aðspurður hvort það sé dregin upp of dökk mynd af menntakerfinu segir Ragnar Þór að vissulega sé mjög margt vel gert í skólamálum hér á landi. „Ég hef kennt í 20 ár, unga kynslóðin hefur aldrei verið jafn vel heppnuð og ég að hún hafi aldrei átt jafn góða foreldra. Það eru áskoranir, þessi nútímatækni, samfélagsmiðlar og hlutir sem sumir kalla firringu, þetta er áskorun. Við vitum það líka að börn í vanda eru í mjög djúpum vanda í dag.“

Ragnar Þór segir að stjórnmálamenn á sveitarstjórnarstigi séu hræddir.

„Það fyrsta sem sveitarstjórnarframbjóðandi fær að vita er að hann skal ekki segja neitt sem ógnar þessu kerfi.“

Þar sem samningar við kennara séu undir regnhlíf Samtaka íslenskra sveitarfélaga þá noti sveitarstjórnarmenn það sem skjól í umræðu um menntamál.

„Þeir eru logandi hræddir við að það verði einhver læti núna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vegna þess að samningar eru lausir. Það vill enginn sveitarstjórnarmaður þurfa að taka slaginn um þetta þannig að menn halda sér í fjarlægð, sem er mjög misráðið. Það er mjög misráðið að þú bjóðir þig fram til sveitarstjórnar og takir ekki afstöðu og takir umræðu um stærsta verkefni sveitarfélagsins, sem eru skólamálin. Umræðan má ekki snúast um hvort börnum sé reddað leikskólaplássi með því að koma þeim fyrir hjá eldri borgurum eða að byggja nýjan leikskóla, það þarf að tala um menntun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“