fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Andlát uppáhaldshöfundar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afþreyingarbókmenntir í mínu tilviki eru frekar sérhæfðar. Það eru spennusögur, aðallega njósnabækur, sem gerast á millistríðsárunum, á tíma heimsstyrjaldarinnar (samt ekki hreinar stríðsbækur) og í kalda stríðinu. Plottin þurfa helst að vera flókin og mikið af tíðaranda. Yfirleitt er ég búinn að koma mér upp stafla af slíkum bókum fyrir sumarfrí. Ég er reyndar búinn að lesa flest það sem eitthvað er varið í á þessu sviði bókmenntanna, frá Eric Ambler yfir í John le Carré, Alan Furst, já og Philip Kerr.

Talandi um Philip Kerr. Ég var fljótur á mér í ár. Fékk um daginn nýjustu bók hans Greeks Bearing Gifts, stóðst ekki mátið og byrjaði að lesa, er hérumbil hálfnaður. Þetta er þrettánda bókinn í flokknum um þýska lögreglumanninn Bernie Gunther.

 

 

Gunther er harðsoðin löggutýpa, dálítið eins og Marlow og Sam Spade, en umhverfið er annað en í amerísku bókunum. Hann er í morðsveit lögreglunnar í Berlín fyrir stríð, á uppgangstíma nasista, er hermaður úr fyrri heimsstyrjöldinni, en svo komast nasistar til valda og Gunther þarf að vinna undir mönnum eins og Arthur Nebe og Reinhardt Heydrich. Þessir alræmdu stríðsglæpamenn koma oft fyrir í bókunum. Gunther er hins vegar nokkuð heiðvirður maður á sinn hátt og það hljótast af því alls kyns flækjur hvernig hann er í senn að vinna undir nasistum og forðast það að framkvæma vilja þeirra.

Leikurinn í bókunum berst víða. Eftir stríðið þarf Gunther að fara huldu höfði, fer til Argentínu, Kúbu, á frönsku Rívíeruna. Ýmsir frægir menn koma við sögu, Peron í Argentínu, Batista á Kúbu, rithöfundurinn Somerset-Maugham í Frakklandi. Maður getur furðað sig á því að Gunther fari svo víða og hitti svo margt fólk. Í nýjustu bókinni er hann kominn til Grikklands, árið er 1956. Hann lendir í margvíslegum raunum sem oftar en ekki tengjast einhverju sem gerðist í stríðinu. Hinn sögulegi bakgrunnur bókanna er ekki síður áhugaverður en frásögnin sjálf. Í nýjustu bókinni eru það grimmdarverk nasista í Grikklandi, stuldur á fornminjum og svo borgarastríðið sem var háð í stríðslok.

Ég fór svo að gúgla eitthvað í tengslum við Greeks Bearing Gifts og kemst þá að því að Philip Kerr er nýlátinn. Hann var Breti, fæddur 1956. Hann andaðist úr krabbameini 23. mars síðastliðinn, 62 ára að aldri. Ég er strax farinn að sakna þess að fá ekki fleiri bækur eftir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“