fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Skýrsla um spillingu tiltekur 18 atriði til úrbóta á Íslandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GRECO (Samtök ríkja gegn spillingu) munu birta skýrslu um fimmtu úttekt samtakanna á Íslandi næstkomandi fimmtudag kl. 08:00. Birting skýrslunnar var heimiluð á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í kjölfarið verður skýrslan birt á ensku á vef Stjórnarráðsins og einnig verður unnin íslensk þýðing.

Úttektin tók annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds og hins vegar til löggæslu. Til æðstu handhafa framkvæmdarvalds teljast ráðherrar, ráðuneytisstjórar og aðstoðarmenn ráðherra vegna eðlis starfs þeirra og nálægðar við starfssvið ráðherra.

Skýrslunni fylgja alls 18 ábendingar til íslenskra stjórnvalda um úrbætur, þar af níu varðandi æðstu handhafa framkvæmdarvalds og níu á sviði löggæslu. Stjórnvöldum er veittur frestur til 30. september 2019 til að bregðast við ábendingunum.

Ábendingar GRECO til úrbóta hvað æðstu handhafa framkvæmdarvalds varðar eru eftirfarandi:

1. Unnin verði stefna til að bæta heilindi og varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, þar á meðal með virkri ráðgjöf, vöktun og eftirfylgni.

2. Siðareglur fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði samræmdar, unnið verði leiðbeiningarefni með skýringum og raunhæfum dæmum og hægt verði að leita ráðgjafar um þær í trúnaði. Þá verði til staðar eftirlitsaðili með framkvæmd siðareglnanna og viðurlagakerfi komið á fót.

3. Komið verði á fót skilvirkum ferlum til að efla vitund æðstu handhafa framkvæmdarvalds um opinber heilindi, þar á meðal með reglulegri fræðslu.

4. Settar verði reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdarvalds við hagsmunaaðila og aðra aðila sem leitast eftir því að hafa áhrif á undirbúning löggjafar og önnur störf stjórnvalda.

5. Reglur um aukastörf æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði endurskoðaðar og gerð skýrari grein fyrir því hvaða störf eru heimil og hver ekki.

6. Settar verði skýrari reglur um gjafir og önnur fríðindi fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds, þar sem gert yrði ráð fyrir skýrum farvegi fyrir tilkynningar, birtingu upplýsinga og viðeigandi ráðgjöf til að tryggja að tekið sé á öllum tegundum fríðinda með viðunandi hætti.

7. Settar verði reglur um störf æðstu handhafa framkvæmdarvalds eftir að störfum fyrir hið opinbera lýkur.

8. Hagsmunaskráningarkerfi æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði bætt, sér í lagi með því að taka tillit til verðmætis eigna þeirra, fjárhæðar framlaga til þeirra og skuldbindinga. Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skráningarskylduna og láta hana ná yfir maka og börn á forræði viðkomandi, með tilliti til þess að slíkar upplýsingar þyrfti ekki endilega að birta opinberlega.

9. Trúverðugleiki hagsmunaskráningarkerfis fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds verði aukinn, með því að leitast við að tryggja að farið verði eftir reglum með eftirliti, viðeigandi ráðgjöf og fræðslu og með því að setja á fót viðurlagakerfi þegar skráning er ófullnægjandi.

Ábendingar GRECO til úrbóta á sviði löggæslu eru eftirfarandi:

10. Tryggja verði lögreglu fullnægjandi aðbúnað svo hún geti sinnt störfum sínum með skilvirkum hætti, sér í lagi til að framfylgja stefnumótun á sviði heilinda.

11. Siðareglur lögreglu og Landhelgisgæslunnar verði uppfærðar með tilliti til hagsmunaárekstra og þátttöku í stjórnmálastarfsemi, þeim fylgi leiðbeiningar með skýringum og raunhæfum dæmum um öll svið spillingar og hægt verði að leita ráðgjafar um þær í trúnaði. Þá verði til staðar eftirlitsaðili með framkvæmd siðareglnanna og viðurlagakerfi komið á fót.

12. Unnið verði fræðsluefni til að efla vitund um heilindi og siðareglur meðal starfsmanna lögreglu og Landhelgisgæslu (þar sem fjallað verði um hagsmunaárekstra og varnir gegn spillingu). Tekið verði tillit til eðlis starfanna, fjölbreytni þeirra og veikleika.

13. Hlutverk hæfnisnefndar við skipun í störf lögreglumanna verði eflt og komið verði á fót heilindamati í tengslum við stöðuveitingar innan lögreglunnar. Þá verði það gert að meginreglu að lausar stöður innan lögreglunnar verði auglýstar og skipað í þær á grundvelli gagnsæs ferils.

14. Skýr, sanngjörn og gegnsæ viðmið liggi fyrir við ákvörðun um að endurnýja ekki skipun lögreglumanna og starfsmanna Landhelgisgæslu og að skýrt ferli sé til staðar til að kæra slíka ákvörðun.

15. Komið verði á fót öflugu regluverki um gjafir til lögreglumanna og starfsmanna Landshelgisgæslunnar og önnur fríðindi.

16. Athugun verði gerð á aukastörfum lögreglumanna og starfsmanna Landhelgisgæslu og störfum sem þeir taka að sér eftir að þeir ljúka störfum hjá hinu opinbera. Í ljósi niðurstaðnanna verði komið á fót strangara regluverki sem dragi úr líkum á hagsmunaárekstrum.

17. Komið verði á fót miðlægri einingu eða ákveðnum aðila innan stofnanauppbyggingu lögreglunnar sem verði falið það hlutverk að annast innra eftirlit og rannsóknir, undir ábyrgð ríkislögreglustjóra, en embætti ríkislögreglustjóra á í framkvæmd að hafa skýrt leiðtogahlutverk þegar kemur að innri stefnumálum lögreglunnar, þar á meðal í tengslum við heilindi, áhættustjórnun og eftirlit með lögreglunni. Þá þarf jafnframt að endurskoða valdauppbyggingu innan lögreglunnar til að tryggja skilvirka innleiðingu stefnumótunar án afskipta ráðuneytis eða stjórnmála.

18. Settar verði skýrar reglur um vernd uppljóstrara hjá lögreglu og Landhelgisgæslu til viðbótar tilkynningarskyldu sem er til staðar samkvæmt siðareglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?