fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Lilja lofar afnámi bókaskattsins – aftur

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra

Í nýju fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að 11% virðisaukaskattur á bækur verði afnuminn strax í byrjun næsta árs, 2019. Afnám skattsins var eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar og það tekið fram í stjórnarsáttmálanum að það yrði hugað að skattabreytingum strax á fyrsta starfsári stjórnarinnar:

„Ýmsar aðrar skattbreytingar koma til skoðunar á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar svo sem lækkun virðisaukaskatts á íslenskt ritmál, tónlist og bækur, skattalegt umhverfi fjölmiðla og skattlagning höfundarréttargreiðslna. [ …  ] Fyrsta skref verður að afnema virðisaukaskatt á bókum,“

segir í sáttmálanum, sem kynntur var 30. nóvember 2017.

Bjuggust því margir bókaútgefendur við að skatturinn yrði afnuminn strax um síðustu áramót, líkt og frumvarp Lilju Alfreðsdóttur frá september 2017 gerði ráð fyrir. Kepptust bókaútgefendur og rithöfundar við að lofa Lilju og ríkisstjórnina fyrir framtakið.

Ekkert varð hinsvegar af afnámi virðisaukaskattsins og var Lilja og ríkisstjórnin úthrópuð um leið fyrir að svíkja sitt fyrsta kosningaloforð.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, skrifar pistil í Morgunblaðið í dag, hvar hún reifar málið:

„Einn af þeim þáttum sem horfa þarf til eru rekstrarskilyrði bókaútgefenda, enda óumdeilt að íslensk bókaútgáfa leggur mikið af mörkum til menningar og læsis í landinu. Bókaútgefendur eru fjölbreyttur hópur og á ári hverju gefa um 500 mismunandi útgefendur út bækur hér á landi. Flestir gefa aðeins út eina bók, eða 70% þeirra, um 20% útgefenda gefa út 2-5 bækur árlega, en um 50 útgefendur gefa fleiri en 5 bækur út árlega. Langflest bókaforlögin eru því smá í sniðum og hafa ekki haft tækifæri til að byggja upp sterka eiginfjárstöðu. Að auki hefur bóksala dregist verulega saman undanfarin ár. Þegar slíkar aðstæður eru komnar upp á viðkvæmum vettvangi íslenskrar tungu ber stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín, eins og skattkerfið, og bregðast við. Það ætlar ríkisstjórnin að gera með því að afnema virðisaukaskatt á bækur frá og með ársbyrjun 2019, líkt og fram kemur í ríkisfjármálaáætlun 2019-2023. Með þeirri aðgerð fylgjum við í fótspor Noregs, Færeyja, Bretlands, Írlands og Úkraínu sem hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að efla læsi og styðja við menningu sína og tungu. Í þessari aðgerð felast tækifæri fyrir íslenska bókaútgefendur til að sækja fram að nýju og taka vaxandi þátt í að auka áhuga á lestri þannig að Ísland verði áfram bókaþjóð í fremstu röð, þá ekki síst með aukinni útgáfu vandaðra barna- og unglingabóka sem höfða til upprennandi lestrarhesta framtíðarinnar. Læsi og lesskilningur eru lykilþættir þegar kemur að öflugum og skapandi mannauði sem drífur áfram samkeppnisfærni þjóða til framtíðar. Þar ætlum við Íslendingar að skipa okkur á fremsta bekk og vera í fararbroddi þegar kemur að miklum lífsgæðum og blómlegri menningu. Afnám virðisaukaskatts á bækur er mikilvægur áfangi á þeirri leið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka