fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Hvernig útiloka Íslendingar annað hrun?

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 8. apríl 2018 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Næsta þriðjudag, 10. apríl heldur forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir ræðu á fyrsta fundi Samtaka sparifjáreigenda í nýrri fundaröð sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur” og standa mun allt árið 2018. Fundaröðin verður öllum opin og fundir haldnir í Háskóla Íslands regulega út árið í samvinnu við Viðskiptafræðideild HÍ.

 Tilgangur fundanna er taka til vandaðrar umræðu allar helstu grundvallarspurningar um starfshætti og framtíð íslenska fjármálakerfisins. Áratug eftir fjármálahrunið er rétt að setja upp yfirvegaðan umræðuvettvang sem lítur engum sérhagsmunum og hefur einungis það markmið að bæta íslenskt fjármálakerfi.

 Fjöldi íslenskra og erlendra fræðimanna, reyndra embættismanna, stjórnmálamanna og leiðtoga á vettvangi félagsmála munu halda framsögur í fundaröðinni, en Samtök sparifjáreigenda hafa áður boðið hingað til lands Göran Persson fv. forsætisráðherra Svíþjóðar og hagfræðingunum Richard Aliber og James Galbraith og vöktu heimsóknir þeirra og boðskapur þjóðarathygli á sínum tíma.

 Fyrsti fundurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag 10. apríl kl.12 í Öskju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Spurt verður: Hvernig útiloka Íslendingar annað hrun? Ræðumenn verða Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Birkbeck College, Bolli Héðinsson formaður Samtaka sparifjáreigenda og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem greinir frá sýn og stefnu íslenskra stjórnvalda nú.

Samtök sparifjáreigenda er félagsskapur almennra sparifjáreigenda. Mikilvægur grundvallartilgangur fjármálakerfa er að gefa almenningi trygg tækifæri til ávöxtunar á sparifé.

 Umsjón með fundaröðinni hefur Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur