fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ísland ennþá latast við að framfylgja tilskipunum EES þrátt fyrir bætingu

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 6. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í neðsta sæti þegar innleiðingahallinn er tekinn saman.

Innleiðingahalli Íslands hvað varðar EES-tilskipanir er nú 1,8 prósent en var í maí 2017 2,2 prósent. Ísland er þó enn í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Frammistöðumat Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá því í maí 2017 fram í nóvember sama ár var kynnt í dag, 6. apríl. Þar er gerð grein fyrir árangri EES-ríkjanna innan EFTA við innleiðingu EES-gerða og gerður samanburður á frammistöðu þeirra og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá er lögð sérstök áhersla á innleiðingu tilskipana, en hægt er að bera þær upplýsingar saman við innleiðingu ESB-ríkja, en það sama á ekki við um innleiðingu reglugerða.

Samkvæmt yfirliti ESA er Ísland eina EES-ríkið innan EFTA sem hefur bætt frammistöðu sína frá því í maí 2017 þegar kemur að innleiðingu á tilskipunum. Ísland er þó enn í neðsta sæti þegar innleiðingarhalli EES-ríkjanna er tekinn saman yfir umrætt tímabil.

Innleiðingarhalli Íslands var í maí 2017 2,2 prósent  en er nú orðinn 1,8 prósent þar sem fimmtán tilskipanir hafa ekki verið innleiddar að fullu á réttum tíma. Í Noregi jókst innleiðingarhalli frá síðasta frammistöðumati og fór hann úr 0,2prósent í 0,5 prósent og innleiðingarhalli jókst lítillega hjá Liechtenstein úr 1,2 prósent í 1,3 prósent. Frá ársbyrjun 2011 hefur það verið markmið ESB og ESA að aðildarríkin haldi innleiðingarhallanum undir 0,5 prósent.

Frammistöðumat ESA má nálgast á vefsetri stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur